Nánari upplýsingar | |
---|---|
Nafn | Myndstef |
Númer | E-435 |
Lýsing | Myndstef var stofnað árið 1991. Tilgangur samtakanna er að fara með höfundarétt félagsmanna vegna opinberra endurbirtinga og sýninga á verkum þeirra og stuðla að almennri höfundaréttargæslu á þessu sviði. Myndstef innheimtir þóknun fyrir notkun á höfundarétti félagsmanna sinna og kemur henni til skila til þeirra. Samtökin eru ekki rekin í hagnaðarskyni. Aðilar að samtökunum eru félög; myndlistarmanna, ljósmyndara, teiknara, leikmynda- og búningahöfunda, arkitekta, hönnuða og ýmissa annarra stofnanna og einstaklinga sem fara með höfundarétt myndverka.Myndstef fylgist einnig með og leitast við að hafa áhrif á þróun laga og reglna svo og viðskiptahátta á þessu sviði og annast samningagerð félagsmanna við opinbera aðila og einkaaðila um höfundaréttarleg hagsmunamál félagsmanna. Aðildarfélög að Myndstefi eru: Arkitektafélag Íslands (AÍ) Aðilar að ofantöldum félögum eru sjálfkrafa aðilar að Myndstefi. Auk þeirra eiga einstaklingar, og stofnanir sem fara með höfundarétt, aðild að samtökunum. Afhent Borgarskjalasafni 29. september 2010. Skjölunum er raðað samkvæmt uppruna- reglunni og því mjög blandað efni í hverri öskju. Eldri skjöl Myndstefs eru skráð með skjölum Sambands ísl. myndlistarmanna (SÍM). |
Skjalaskrá |
Höfundar | |
---|---|
Nafn | E-435 Myndstef (1991) |
Flokkun | |
---|---|
Flokkur | Félagasamtök |
Útgáfuár | 2011 |
Útgefandi | Borgarskjalasafn Reykjavíkur |
Leitarorð | Arkitektafélag Íslands (AÍ), Félag grafískra teiknara (FGT), Félag íslenskra teiknara (FÍT), Félag leikmynda- og búningahöfunda, Hönnunarmiðstöð Íslands, Ljósmyndarafélag Íslands (LÍ), Samband íslenskra myndlistamanna (SÍM). Listir, menning. |