Lýsing |
París - félag einstæðra var stofnað 15. apríl 2003 að frumkvæði Elísabetar Jónsdóttur. Til fyrsta fundarins var boðað í Hallgrímskirkju og komu þar sama yfir 250 manns. Ákveðið var að stonfa formlegt félag og var stofnfundurinn haldinn þann 15. apríl 2003 á Grand Hótel. Félagið heldur félagsfundi mánaðarlega, fyrsta laugardag hvers mánaðar, en fastur fundarstaður er Kringlukárin. Starfsemi Parísar byggist á að hittast í gegnum áhugamál hvers og eins og hafa ánægju af að hitta annað fólk. Skapast hafa góð tengsl og vinátta milli fólks í gegnum hópastarfið. |