Nánari upplýsingar | |
---|---|
Nafn | Rauði kross Íslands, Reykjavíkurdeild |
Númer | E-547 |
Lýsing | Rauði Krossinn Íslands var stofnaður 1924 og sá um öll verkefna félagsins í Reykjavík, þar til Reykjavíkurdeild Rauða krossins var stofnuð 27. apríl 1950. Jón Auðuns dómprófastur var kjörinn fyrsti formaður deildarinnar. Á aðalfundi þann 28. mars 2013 var samþykkt að nafni deildarinnar, Reykjavíkurdeild Rauða krossins, yrði breytt í Rauði krossinn í Reykjavík. Frá því deildin var stofnuð hefur umfang hennar aukist jafnt og þétt. Verkefnaval er fjölbreytt og sinna liðlega 600 sjálfboðaliðar á öllum aldri margskonar störfum í þágu samfélagsins í hverjum mánuði. Kvennadeild Reykjavíkurdeildar Rauða kross Íslands var stofnuð árið 1966 af stórhuga konum og er það grunnurinn að starfi deildarinnar í dag. Frú Ragnheiður Guðmundsdóttir augnlæknir átti hugmyndina að stofnuninni en hún hafði kynnst sjálfboðastörfum kvenna í Rauða kross starfi í Bandaríkjunum og víðar. Hún sá þörf fyrir slíka starfsemi hérlendis. Fyrsti formaður Kvennadeildarinnar var Sigríður Thoroddsen, 1966-1971. |
Skjalaskrá |
Höfundar | |
---|---|
Nafn | E-547 Rauði kross Íslands, Reykjavíkurdeild (1950) |
Flokkun | |
---|---|
Flokkur | Félagasamtök |
Útgáfuár | 2014 |
Útgefandi | Borgarskjalasafn Reykjavíkur |
Leitarorð | alþjóðleg samtök, hjálparstarf, Rauði Krossinn, Jón Auðuns |