Reykjavíkurklúbburinn hinn eldri
Nánari upplýsingar |
Nafn |
Reykjavíkurklúbburinn hinn eldri |
Númer |
E-5 |
Lýsing |
Reykjavíkurklúbburinn var stofnaður 1803. Klúbburinn var skipulagður að erlendri fyrirmynd. Sú regla gilti um inntöku, að umsókn varð að vera studd meðmælum tveggja klúbbfélaga. Hún var síðan borin undir atkvæði og urðu 2/3 fundarmanna að samþykkja aðild. Klúbbfélagarnir hittust tvisvar, þrisvar í viku, spiluðu á spil og drukku púns. Þess fyrir utan voru haldnir dansleikir og sett upp leikrit.
Þá styrkti félagið fátæk börn í bænum til náms. Klúbburinn hætti störfum 1843 vegna húsnæðisskorts. Flestir klúbbfélaganna stunduðu verslunarstörf að einhverju tagi en auk þess voru nokkrir embættis- og iðnaðarmenn skráðir félagar. |
Skjalaskrá |
|
Höfundar |
Nafn |
E-5 Reykjavíkurklúbburinn hinn eldri (1803-1843) |
Flokkun |
Flokkur |
Félagasamtök |
Útgáfuár |
án ártals |
Útgefandi |
Borgarskjalasafn Reykjavíkur |
Leitarorð |
19. öld, spilaklúbbur, púns, styrktarfélag |