Nánari upplýsingar | |
---|---|
Nafn | Samtök rafverktaka |
Númer | E-550 |
Lýsing | SART eru samtök fyrirtækja í rafiðnaði. Stærsti hluti félagsmanna eru rafverktakar og rafeindaverktakar, rafvirkjameistarar og rafeindavirkjameistarar sem reka sín eigin fyrirtæki, eru með rafiðnaðarmenn í vinnu og bera faglega ábyrgð á öllum verkefnum fyrirtækisins. Stefna samtakanna er að veita félagsmönnum sínum margvíslega þjónustu og fyrirgreiðslu um hvað eina er snýr að atvinnurekstri og að vera málsvari þeirra gagnvart almenningi og opinberum aðilum. Helstu verkefnin eru: SART eru aðilar að SI Samtökum iðnaðarins og Samtökum atvinnulífsins SA, sem hafa það að megin markmiði að skapa fyrirtækjum hagstæð skilyrði til að vaxa, þróast og bera arð. Samtökin kappkosta að veita félögum góða þjónustu og að vera öflugur málsvari atvinnulífsins í landinu. Rafiðnaðarskólinn SART og Norrænt samstarf LÍR Landsamband íslenskra rafverktaka Á 60 ára afmæli Félags íslenskra rafvirkja (F.Í.R.) var ákveðið að safna saman upplýsingum til útgáfu Rafvirkjatals. Í ritnefnd voru valdir Guðmundur Gunnarsson og Svavar Guðbrandsson. Fljótlega eftir að vinna ritnefndar hófst kom í ljós að Gissur Pálsson, starfsmaður, hafði safnað saman miklum upplýsingum um rafverktaka, fyrst á vegum Félags löggiltra rafverktaka (FLRR) og síðar á vegum (LÍR). Gögn Gissurar nýttust í talið og það varð að samkomulagi að fella þau í það. |
Skjalaskrá |
Höfundar | |
---|---|
Nafn | E-550 Samtök rafverktaka (1927) |
Flokkun | |
---|---|
Flokkur | Félagasamtök |
Útgáfuár | 2015, 2016 |
Útgefandi | Borgarskjalasafn Reykjavíkur |
Leitarorð | rafverktakar, iðnaðarmenn, fagfélög |