Nánari upplýsingar | |
---|---|
Nafn | Árbæjarsöfnuður - Sóknarnefnd |
Númer | E-469 |
Lýsing | Árið 1968 var samþykkt, með bréfi Dóms- og kirkjumálaráðuneytis, að skipta Lágafellssókn í Kjalarnesprófastsdæmi í tvær sóknir, Lágafellsókn og Árbæjarsókn. Hinn 4. febrúar 1968 var almennur safnaðarfundur haldinn í anddyri barnaskólans í Rofabæ. Árbæjarsókn var síðan gerð að sérstöku prestakalli í Reykjavíkurprófastdæmi 1. janúar 1971. Fyrstu árin bjó söfnuðurinn við nokkurt aðstöðuleysi en fékk fljótlega starfsaðstöðu í barnaskólanum í Árbæ fyrir guðsþjónustur, sunnudagaskóla og æskulýðsstarf. Starf fór fram á vegum sóknarnefndar safnaðarins i litlu húsi við Hlaðbæ í Árbæ sem framfarafélag hverfisins átti upphaflega. Afnot fengust af Dómkirkjunni fyrir fermingar á vegum safnaðarins á vorin. Fram að því höfðu helstu athafnir í sókninni farið fram í Safnkirkjunni í Árbæ eða frá 1960. Fljótlega eftir að prestakallið var stofnað var farið að huga að því að koma upp aðstöðu fyrir safnaðarheimili og kirkju. Safnaðarheimilið var vígt 19. mars 1978. Árbæjarkirkja var vígð 29. mars 1987. Tímabil: 1982-2004 |
Skjalaskrá |
Höfundar | |
---|---|
Nafn | E-469 Árbæjarsöfnuður - sóknarnefnd (1968) |
Flokkun | |
---|---|
Flokkur | Félagasamtök |
Útgáfuár | 2014 |
Útgefandi | Borgarskjalasafn Reykjavíkur |
Leitarorð | kirkjusöfnuður, Árbær, Árbæjarkirkja, Sigrún Jónsdóttir, trúmál |