Nánari upplýsingar | |
---|---|
Nafn | Styrktar- og sjúkrasjóður verslunarmanna í Reykjavík |
Númer | E-505 |
Lýsing | „Það er upphaf Styrktar- og sjúkrasjóðsins, að stofnun hans er hreift í Kaupmannafjelaginu í Reykjavík eða Handelsforeningen. Ekki verður nú vitað með vissu, hvenær þetta var eða hver upptökin átti. Handelsforeningen var einskonar klúbbur reykvíkskra kaupmanna og verslunarstjóra. Þessháttar klúbbar höfðu verið hjer til frá því í byrjun aldarinnar, um 1805 og kallaði konferenceráðið í Viðey þá „át- eða rabb eða spila og tóbaksreykjar og drykkjusamsetur manna“ og var það í sjálfu sjer rjettnefni, þó að fleira hefði einnig mátt telja. Klúbbarnir voru helsti vottur fjelagslífs í vaxandi bæ og munu hafa verið rædd þar ýms alvarleg mál og framfaramál bæjarfjelagsins. Kaupmennirnir virðast frá upphafi hafa verið mikilsmegandi í þessum fjelagsskap, þó að embættismenn væru þar einnig. Það gekk stundum erfiðlega að halda þessum klúbbum uppi og 1850 var stofnað nýtt klúbbfjelag, Bræðrafjelagið svonefnda, og keypti það gömlu klúbbhúsin og reisti nýtt allmyndarlegt hús. Stóðu einkum fyrir þessu þrír kaupmenn, þeir Siemsen, Biering og Tærgesen. Þessi tilraun tókst ekki heldur og enn urðu þrír kaupmenn til að kaupa eignirnar og stofnuðu þar gistihús og veitingaskála 1856 og var það rekið í 10 ár, en þá sett þar sjúkrahús eins og áður segir. Áður en þetta varð, höfðu kaupmennirnir stofnað sinn eigin klúbb, Handelsforeningen, og höfðu samkomustað í Hafnarstræti 16. Þar var gengið frá stofnun Styrktar- og sjúkrasjóðsins. Sjóðurinn er talinn stofnaður 24. nóvember 1867, en fyrsta bókunin, sem til er nú, er frá 14. desember.“ Árin 1867—1871 er sjóðurinn nefndur „Styrktar- og sjúkrasjóður verzlunarsamkundunnar í Reykjavík“. Árið 1872 er hann nefndur því nafni, sem hann hefur borið síðan, Styrktar- og sjúkrasjóður verslunarmanna í Reykjavík. „Tilgangur félagsins er að styrkja þurfandi félagsmenn eða þurfandi ekkjur og börn félagsmanna, svo og að styrkja þurfandi aðstandendur látinna félagsmanna til þess að standa straum af kostnaði við útför þeirra. Heimilt skal einnig, ef sérstakar ástæður eru fyrir hendi að veita styrk þurfandi foreldrum, föður eða móður látins félagsmanns, hafi hann verið fyrirvinna eða einkastoð foreldris síns.“ |
Skjalaskrá |
Höfundar | |
---|---|
Nafn | E-505 Styrktar- og sjúkrasjóður verslunarmanna í Reykjavík (1867) |
Flokkun | |
---|---|
Flokkur | Félagasamtök |
Útgáfuár | 2013 |
Útgefandi | Borgarskjalasafn Reykjavíkur |
Leitarorð | 19. öld, styrktarsjóður, kaupmannasamtök, Hafnarstræti 16, ekkjur, börn |