Lýsing |
Timburhúsið Skólavörðustígur 6b var reist 1905. Fyrst var þar trésmíðaverkstæði síðar í rúma þrjá áratugi var þar ein helsta húsgagnavinnustofa Reykjavíkur Jón Halldórsson og co. stofnuð 1908, síðar Gamla Kompaníið. Jón Halldórsson oftast nefndur Jón í kó-inu, var einn af kunnustu borgurum Reykjavíkur á fyrrihluta 20. aldar (d. 1943). Sjá einnig E – 36 Jón Halldórsson húsasmíðameistari. Um 1945 eignaðist Breiðfirðingafélagið húsið og lét breyta því í samkomuhús og var það rekið til 1970. Í Breiðfirðingabúð vor haldnar ýmsar skemmtanir, spilakvöld, gömlu dansarnir, unglingaskemmtanir o.fl. Húsið var rifið1984. Þar stendur nú íbúða- og verslunarhúsnæði. |