Fjalakötturinn - Aðalstræti 6

Nánari upplýsingar
Nafn Fjalakötturinn - Aðalstræti 6
Númer E-66
Lýsing

Aðalstræti 8 – Fjalakötturinn voru nokkur sambyggð hús með porti eða gangi í því miðju sem tengdi byggingarnar saman. Fyrsta húsið er talið reist um 1791, en síðar var byggt við það og hækkað í mörgum áföngum. Líklega er húsið búið að fá endanlegt útlit um 1893. Það var rifið 1985. Í húsinu var meðal annars fyrsti leikhússalur landsins, þar sem haldnar voru alls konar samkomu og skemmtanir. Þar var rekið kvikmyndahús frá 1906 til 1927, nefnt Reykjavíkur Biograftheater og síðar Gamla bíó. Fjalakötturinn hýsti ýmis konar starfsemi, m.a. aðalbækistöð Kommúnistaflokks Íslands og Goodtemplara. Verslunarrekstur var lengst af stundaður þar og íbúðir voru jafnan í húsinu. Þar bjuggu t.d. Jónas Hallgrímsson, Benedikt Gröndal, Valgarður Ó. Breiðfjörð og fjölskylda Helga Hjörvar, sem var faðir Tryggva Hjörvar. Helgi var umsjónarmaður húseignarinnar Aðalstræti 8 og gjaldkeri. Húsið fékk nafngiftina Fjalakötturinn, sökum þess að ekki þótti vandað til við smíði hússins.

Skjalaskrá
Ná í viðhengi
Höfundar
Nafn E-66 Fjalakötturinn Aðalstræti 8 (1914-1944)
Flokkun
Flokkur Fyrirtæki
Útgáfuár 1995
Útgefandi Borgarskjalasafn Reykjavíkur
Leitarorð Aðalstræti 8, ;iðbær, kvikmyndahús, verslun, samkomuhús