Fjölritunarstofa Daníels Halldórssonar

Nánari upplýsingar
Nafn Fjölritunarstofa Daníels Halldórssonar
Númer E-206
Lýsing

Árið 1927 stofnaði Daníel Halldórsson Fjölritunarstofu Daníels Halldórssonar. Hann rak stofuna að Hafnarstræti 15 til dauðadags 1940. Þá tók ekkja hans Guðrún Ágústa Guðlaugsdóttir við rekstrinum til ársins 1947 er sonur þeirra Ívar Daníelsson tók við. Ívar réðist fljótlega í að auka vélakost fyrirtækisins og upp úr 1950 fékk hann offset fjölritunarvél en fram að því var stensilfjölritun ráðandi.

Árið 1961 var stofan flutt að Ránargötu 19. Ívar rak stofuna með annarri vinnu til ársins 1969 en í janúar það ár var stofnað sameignarfélag fjölskyldunnar um fyrirtækið og tók þáverandi kona hans Þorbjörg Tryggvadóttir við daglegum rekstri en Ívar varð stjórnarformaður. Árið 1985 var ráðist í að kaupa húsnæði í Skeifunni 6 og hafa dóttir Ívars og Þorbjargar, Guðrún Ína og tengdasonur, Kristinn Valdimarsson rekið stofuna síðan eða til ársins 2001 í janúar að Prentmet keypti hana. Fyrsta fjölritunarvélin var Rota-fix handsnúinn stensilfjölritari. Síðan kom vél sem var búin postulínsplötu með vals sem var dreginn yfir fram og til baka. Þá þóttu góð afköst að ná 500 örkum yfir daginn. Báðar þessar vélar munu vera til ennþá.

Skjalaskrá
Ná í viðhengi
Höfundar
Nafn E-206 Fjölritunarstofa Daníels Halldórssonar (1927–2001)
Flokkun
Flokkur Fyrirtæki
Útgáfuár 2002
Útgefandi Borgarskjalasafn Reykjavíkur
Leitarorð fjölritun, Hafnarstræti, miðbær, Ívar Daníelsson, Guðrún Ágústa Guðlaugsdóttir