Flugfélag Íslands (nr. 2)

Nánari upplýsingar
Nafn Flugfélag Íslands (nr. 2)
Númer E-285
Lýsing

Flugfélag Íslands var stofnað 1. maí 1928 en áður hafði annað flugfélag verið rekið í skamman tíma á Íslandi með sama nafni og er því oft nefnt nr. 2. Forgöngumaður að stofnun félagsins var dr. Alexander Jóhannesson. Leigðar voru flugvélar, flugmenn og vélamenn af þýska flugfélaginu Lufthansa.

Valdar voru þýskar eins hreyfils flugvélar af gerðinni Junkers F-13w en þær báru fjóra farþega auk flugmanns og vélamanns. Fyrsta Junkers vélin kom með Goðafossi til landsins 29. maí 1928 og var hún nefnd Súlan.

Næsta sumar bættist við önnur Junkers vél sem nefnd var Veiðibjallan og síðar bættust svo við önnur Junkers F-13w sem fékk nafnið Álftin og Junkers W-33 vél sem var kraftmeiri en hinar og bar einnig nafnið Súlan. Flugvélarnar voru allar með flotholt enda engir flugvellir á Íslandi á þessum tíma.

Flugfélag Íslands nr. 2 var rekið til ársins 1931 þegar það varð gjaldþrota. Sumarið 1930 hafði félagið orðið fyrir tveimur áföllum sem hafði töluverð áhrif á að félagið sigldi í þrot. Veiðibjallan hvolfdi í júní 1930 vegna mikils sjógangs við Vatnagarða og Súlan (Junkers W-33) skemmdist töluvert í júlí sama ár.

Félaginu var formlega slitið 22. október 1931.

Skjalaskrá
Ná í viðhengi
Höfundar
Nafn E-285 Flugfélag Íslands (nr. 2) (1928-1931)
Flokkun
Flokkur Fyrirtæki
Útgáfuár 2004
Útgefandi Borgarskjalasafn Reykjavíkur
Leitarorð flugfélag, Veiðibjallan, Álftin,