Nánari upplýsingar | |
---|---|
Nafn | Glit hf. |
Númer | E-373 |
Lýsing | Glit hf var stofnað 8. júní 1958. Stofnendur voru þeir Ragnar Kjartansson, myndhöggvari, Einar Elíasson, framkvæmdastjóri og Pétur Sæmundsen, bankastjóri. Fyrirtækið var fyrst til húsa í gamla miðbænum að Óðinsgötu 13 og fyrstu tæki og ofnar voru smíðaðir eftir fyrirsögn Ragnars Kjartanssonar, sem hafði veg og vanda af hönnun fyrirtækisins og vöruþróun. Hráefni er notuð voru til framleiðslunnar voru að mestu leyti íslenskt hraun, tekið úr nýrri eldgosum og svokallaður ísaldarleir eða móhella. Árið 1971 var svo ráðist í að stækka fyrirtækið og var öll starfsemin flutt í 2.300 fermetra húsnæði að Höfðabakka 9 á Ártúnshöfða. Framleiðslan var öll endurskipulögð, keypt voru ný tæki og ofnar frá Tékkóslóvakíu og hafist handa við að efla útflutningsstarfsemina. (Frjáls verslun – 1.12.1981 - http://timarit.is/view_page_init.jsp?issId=233052&pageId=3165560&lang=is&q=glit%20hf.) Árið 1991 var Glit hf. að breytast í öryrkjavinnustað, blandaðan vinnustað þar sem þá unnu 10 ófatlaðir einstaklingari hálfu stöðugildi hver. Þá var stefnt að því að í fyrirtækinu verði áfram 10 stöðugildi ófatlaðra og 24 stöðugildi fyrir fatlaða einstaklinga. Á þessu ári urðu Reykjavíkurborg og Öryrkjabandalag Íslands meirihlutaeigendur að fyrirtækinu. Markmiðið með aðild þessara tveggja aðila var m.a. að tryggja hópi einstaklinga með skerta vinnugetu aðgang að vinnu við sitt hæfi. |
Skjalaskrá |
Höfundar | |
---|---|
Nafn | E-373 Glit hf. (1958) |
Flokkun | |
---|---|
Flokkur | Fyrirtæki |
Útgáfuár | 2008 |
Útgefandi | Borgarskjalasafn Reykjavíkur |
Leitarorð | Ragnar Kjartansson, Einar Elíasson, Pétur Sæmundse, iðnaður, leir, Öryrkjabandalag Íslands, atvinna fyrir fatlað fólk, |