H. Biering verslun

Nánari upplýsingar
Nafn H. Biering verslun
Númer E-347
Lýsing

Undanfari stofnunar verslunar H. Biering var rekstur verslunarinnar Johannes Hansen,sem seldi ýmis eldfæri (kolaeldavélar og -hitunartæki) til eldunnar og hitunnar í heimahúsum.Þegar Jóhannes féll frá, tók ekkja hans, Laura Hansen, við rekstrinum um skeið, eða þar til tengdasonur Lauru, Henrik C. J. Biering, tók yfir 1925 og hóf rekstur undir eigin nafni.

Verslun H. Biering var fyrst til húsa í leiguhúsnæði á Laugaveg 3, en fluttist í eigið húsnæði á Laugaveg 6 á styrjaldarárunum.Þegar rafmagn og heitt vatn útrýmdi kolum til eldunnar og hitunnar breyttist vöruúrval verslunarinnar yfir í búsáhöld.

Sonur Henriks C. J. Biering, Henrik P. Biering, tók við rekstri verslunarinnar af föður sínum og hélt honum áfram þar til verslunin hætti um áramótin 1985/1986.

Skjalaskrá
Ná í viðhengi
Höfundar
Nafn E-347 H. Biering verslun (1925-1986)
Flokkun
Flokkur Fyrirtæki
Útgáfuár 2007
Útgefandi Borgarskjalasafn Reykjavíkur
Leitarorð Henrik P. Biering, Laura Hansen, Johannes Hansen, Henrik C. J. Biering, Laugavegur 3, Laugavegur 6, miðbær, verslun