Hafskip - Útvegsbankahlutur Hafskips

Nánari upplýsingar
Nafn Hafskip - Útvegsbankahlutur Hafskips
Númer E-437
Lýsing

Hafskip hf. var skipafélag, stofnað 1958, sem varð gjaldþrota á níunda áratugnum. Oft komu upp erfiðleikar í rekstri fyrirtækisins. Lengst af þurfti Hafskip á miklum lánum að halda hjá viðskiptabanka sínum, Útvegsbanka Íslands. Vendipunktur varð árið 1984 þegar mikið tap varð á rekstri fyrirtækisins, að miklu leyti sökum „óviðráðanlegra orsaka”. Sumarið 1985 er fyrirtækið barðist í bökkum, og reynt var að ná samningum um sölu þess, hófst mikil og neikvæð umfjöllun fjölmiðla um Hafskip sem sumir líktu við ofsóknir.

Hafskip var lýst gjaldþrota 6. desember 1985. Málsatvik voru með þeim hætti að úr varð mikið dómsmál, Hafskipsmálið. Dómsmálið vatt mikið upp á sig og lauk í júní 1991, fimm árum eftir gjaldþrotið, með því að fjórir æðstu menn fyrirtækisins voru dæmdir sekir um brot á lögum og Útvegsbankinn varð gjaldþrota. Margir vildu meina að stjórnmálamenn hefðu haft óeðlileg áhrif á framvindu mála. Albert Guðmundsson, þáverandi iðnaðarráðherra, sagði af sér 24. mars 1987 vegna þáttar síns í málinu.

Hlutafélagið Hafskip h.f. var stofnað 11. nóvember 1958 að frumkvæði Verslanasamband- sins. Stofnendur og hluthafar voru 35 talsins og stofnfé var 1.565.000 kr. Markmiðið var að bjóða upp á hagkvæmari flutninga fyrir kaupmenn innan Verslanasambandsins en fram að því hafði Eimskipafélag Íslands haft einokunarstöðu á flutningum til og frá landinu. Ákveðið var að fjárfesta í nýju skipi. Til þess að fjármagna kaupin samþykktu hluthafarnir víxla að andvirði hlutafjár síns sem Útvegsbankinn keypti. Fyrsta skip Hafskips, M.s. Laxá, var tilbúið í september 1959.

Árið 1963 höfðu tvö skip, Rangá og Selá, bæst við og gat Hafskip nú veitt öðrum íslenskum skipafélögum þ.e. Eimskipafélaginu, Skipadeild Sambands íslenskra samvinnufélaga, Eim- skipafélag Reykjavíkur og Jöklum h.f. beina samkeppni með áætlunarferðum til Hamborgar, Rotterdam og Hull. Fyrstu fimm árin hafði skipafélagið verið tiltölulega lítið fyrirtæki með fáa starfsmenn og það sá fyrst og fremst um flutninga fyrir Verslanasambandið. Frá stofnun var Sigurður Njálsson forstjóri Hafskips en undir lok sjöunda áratugarins versnaði afkoman og hann sagði af sér árið 1970.

Í byrjun áttunda áratugsins var fyrirtækið komið í fjárkröggur. Árið 1972 keypti Magnús Magnússon hlutafé í Hafskipi fyrir um 30 milljónir króna eða um 40% í fyrirtækinu. Í kjölfarið var hann kosinn stjórnarformaður, Ólafur B. Ólafsson varaformaður (stöðu sem hann gegndi fram að lokum) og Magnús Gunnarsson ráðinn forstjóri í ágúst 1973. Eftir aðeins nokkurra mánaða starf hafði hann komist að þeirri niðurstöðu að illmögulegt væri að snúa tapinu í hagnað. Í byrjun árs 1974 voru hafnar óformlegar viðræður við Eimskip um kaup þess á Hafskipi. Magnúsi Magnússyni snerist hugur og hætti viðræðunum við Eimskip þegar þær voru langt komnar og tók við starfi forstjóra í febrúar 1974. Hafskip fjárfesti í fimm nýjum skipum fyrir lán sem tekin voru erlendis með ábyrgð hjá Útvegsbankanum og seldi þau þrjú skip sem fyrirtækið átti fyrir. Árið 1977 var komið í óefni og skuldir Hafskips orðnar miklar. Seðlabankinn hafði sérstakar áhyggjur af stöðu mála og sendi aðvörunarbréf til Útvegsbankans, áritað af Jóhannesi Nordal og Guðmundi Hjartarsyni, bankastjórum. Útvegsbankinn ákvað þá að senda viðlíka aðvörunarbréf til Hafskips og ekki var þess lengi að bíða að breytingar yrðu gerðar innan fyrirtækisins.

Í lok ársins 1977 var stokkað upp innan fyrirtækisins og Björgólfur Guðmundsson fenginn til þess að taka við stöðu framkvæmdastjóra. Valið á honum var líklegast til komið vegna þrýstings frá Útvegsbankanum. Björgólfur vildi ráða annan framkvæmdastjóra og réði Ragnar Kjartansson í það starf í júlí sama ár. Í ljós kom að Magnús, stjórnarformaður, hafði falsað reikningana fyrir kaupunum á skipunum fimm og stungið mismuninum undan. Hann var kærður fyrir fjárdrátt til rannsóknarlögreglunnar 15. desember 1978. Eftir hluthafafund í febrúar 1979 féllst hann á að skila fénu sem hann hafði dregið sér og því var fallið frá kæru í júní. Aðalfundur Hafskips var haldinn 11. maí 1979. Nýtt hlutafé safnaðist, hluthöfum fjölgaði mikið og kosin var ný stjórn fyrirtækisins undir formennsku Alberts Guðmundssonar, þingmanns Sjálfstæðisflokksins. Ársreikningurinn fyrir 1978 sýndi tap upp á 63 milljónir kr en nú ríkti bjartsýni á ný um rekstur fyrirtækisins. Á einu ári söfnuðust um 897 milljónir kr. í hlutafé.

Hafskip mátti illa við fjárhagslegum áföllum sökum bágrar eiginfjárstöðu og tómra varasjóða en eftir um þriggja ára langt uppbyggingarskeið urðu nokkrir atburðir á árinu 1984 til þess að þyngja róðurinn verulega. Einnig voru nokkrar afdrifaríkar ákvarðanir teknar að því er Helgi Magnússon, endurskoðandi Hafskips, lýsir í bók sinni. „Forráðamenn Hafskips voru óskaplega uppteknir við ýmsa stórveldisdrauma og helst alheimsstarfsemi allt frá árunum 1981-82. … Þá fóru menn að vilja gleypa allan heiminn í stað þess að styrkja innviði Hafskips og taka skrefin hægt og örugglega. … Það er auðvitað ósanngjarnt að gagnrýna þessa stefnu eftir á þegar allt er farið á versta veg. Ef menn þreifa sig ekki áfram verða engar framfarir og einhverjir verða að þora að taka áhættu. “ Um þetta leyti funduðu Ragnar, Björgólfur og Hörður Sigurgestsson, forstjóri Eimskips, og Þorkell Sigurlaugsson um hugsanlega sameiningu fyrirtækjanna í London. Þessar þreifingar leiddu af sér rekstur farþegaferjunnar Eddu eins og rakið er hér fyrir neðan. Í desember 1982 skrifaði Ragnar Kjartansson, framkvæmdastjóri Hafskips, grein sem birtist í Morgunblaðinu sem var eins konar ákall til íslenskra fyrirtækja um að þau þyrftu að herja á erlenda markaði ellegar lúta í lægra haldi fyrir utanaðkomandi samkeppni. Umboðsskrifstofur voru opnaðar í Ipswich í maí og New York í júní sama ár.

Hafskip mátti illa við fjárhagslegum áföllum sökum bágrar eiginfjárstöðu og tómra varasjóða en eftir um þriggja ára langt uppbyggingarskeið urðu nokkrir atburðir á árinu 1984 til þess að þyngja róðurinn verulega. Einnig voru nokkrar afdrifaríkar ákvarðanir teknar að því er Helgi Magnússon, endurskoðandi Hafskips, lýsir í bók sinni. „Forráðamenn Hafskips voru óskaplega uppteknir við ýmsa stórveldisdrauma og helst alheimsstarfsemi allt frá árunum 1981-82. … Þá fóru menn að vilja gleypa allan heiminn í stað þess að styrkja innviði Hafskips og taka skrefin hægt og örugglega. … Það er auðvitað ósanngjarnt að gagnrýna þessa stefnu eftir á þegar allt er farið á versta veg. Ef menn þreifa sig ekki áfram verða engar framfarir og einhverjir verða að þora að taka áhættu.“ Um þetta leyti funduðu Ragnar, Björgólfur og Hörður Sigurgestsson, forstjóri Eimskips, og Þorkell Sigurlaugsson um hugsanlega sameiningu fyrirtækjanna í London. Þessar þreifingar leiddu af sér rekstur farþegaferjunnar Eddu eins og rakið er hér fyrir neðan. Í desember 1982 skrifaði Ragnar Kjartansson, framkvæmdastjóri Hafskips, grein sem birtist í Morgunblaðinu sem var eins konar ákall til íslenskra fyrirtækja um að þau þyrftu að herja á erlenda markaði ellegar lúta í lægra haldi fyrir utanaðkomandi samkeppni. Umboðsskrifstofur voru opnaðar í Ipswich í maí og New York í júní sama ár.

Skjalaskrá
Ná í viðhengi
Höfundar
Nafn E-437 Hafskip - Útvegsbankahlutur Hafskips (1958-1991)
Flokkun
Flokkur Fyrirtæki
Útgáfuár 2011
Útgefandi Borgarskjalasafn Reykjavíkur
Leitarorð hafskip, flutningar, dómsmál