Hárgreiðslustofan Valhöll - Pálína Sigurbergsdóttir, hárgreiðslumeistari

Nánari upplýsingar
Nafn Hárgreiðslustofan Valhöll - Pálína Sigurbergsdóttir, hárgreiðslumeistari
Númer E-591
Lýsing

Pálína Sigurbergsdóttir er fædd 9. desember 1940. Hún lauk sveinsprófi í hárgreiðslu 1959 og fékk meistararéttindi 1963.

Pálína opnaði hárgreiðslustofu ásamt Sólveigu Halldórsdóttur 1958, sem þær nefndu

Tjarnarstofuna, en hún var staðsett að Tjarnargötu 10. Stofan gekk mjög vel og um tíma unnu þar 10 stúlkur. 1965 keyptu þær Pálína og Sólveig hárgreiðslustofuna Blæösp sem var í Kjörgarði á Laugavegi 59 og ráku þær þessar tvær stofur saman. Árið 1966 keyptu þær svo hárgreiðslustofuna Valhöll sem var á Laugavegi 25. Þetta var hárgreiðslustofa í stóru og góðu húsnæði með nýjum og góðum tækjum. Árið 1969 slitu þær Pálína og Sólveig sameiginlegum rekstri. Pálína rak áfram Valhöll, en Sólveig Blæösp.

Árið 1976 keypti Pálína húsnæði að Óðinsgötu 2 og flutti hárgreiðslustofuna Valhöll þangað.

Pálína gekk í Hárgreiðslumeistarafélag Íslands, sat í stjórn þess og var um tíma formaður. Sat í mörgum nefndum á vegum félagsins, svo sem samninganefnd, verðlagsnefnd, fræðslu- nefnd og sveinsprófsnefnd. Hún var um tíma prófdómari í sveinsprófum í Iðnskólanum í Reykjavík. Var í Intercoiffure á Íslandi og sat í stjórn þess um tíma.

Pálína hætti að starfa við hárgreiðslu 1990 og leigði þá stofuna þar til hún seldi hana 1997, tveimur fyrrverandi nemendum sínum. Stofan er ennþá starfsrækt að Óðinsgötu 2 undir nafninu Valhöll.

Skjalaskrá
Ná í viðhengi
Höfundar
Nafn E-591 Hárgreiðslustofan Valhöll (1966-1990) - Pálína Sigurbergsdóttir, hárgreiðslumeistari (1940)
Flokkun
Flokkur Fyrirtæki
Útgáfuár 2011
Útgefandi Borgarskjalasafn Reykjavíkur
Leitarorð hárgreiðslustofa, kona, háriðn, Laugavegur 25, Óðinsgata 2