Lýsing |
HF. Nýja bíó var stofnað 12. apríl 1912 af bræðrunum Sturlu og Friðriki Jónssonum. Sveini Björnssyni, Pétri Þ. J. Gunnarssyni, Ólafi Johnson, Carl Sæmundssyni og Pétri Ingólfssyni. Fyrsta kvikmyndasýning á vegum félagsins fór fram í austursal Hótels Íslands 4. júlí 1912. í maí 1919 var hafist handa við byggingu nýs húsnæðis fyrir bíóið við Austurstræti í miðbæ Reykjavíkur. Húsið þótti byllting í aðstöðu fyrir bíóhús og voru margvíslegar aðrar sýningar þar líka. Bíórekstri var hætt í húsinu fyrir lok níunda áratugarins, en síðustu árin voru skemmtistaðir í húsinu, svo sem Tunglið. Húsið skemmdist illa í bruna 1998 og var síðar rifið.
Nú stendur til að reisa húsið aftur í upprunalegri mynd á sama stað við Austurstræti. (Tekið m.a. af vef Rafiðnaðarsambandsins). |