HF. Nýja bíó

Nánari upplýsingar
Nafn HF. Nýja bíó
Númer E-402
Lýsing

HF. Nýja bíó var stofnað 12. apríl 1912 af bræðrunum Sturlu og Friðriki Jónssonum. Sveini Björnssyni, Pétri Þ. J. Gunnarssyni, Ólafi Johnson, Carl Sæmundssyni og Pétri Ingólfssyni. Fyrsta kvikmyndasýning á vegum félagsins fór fram í austursal Hótels Íslands 4. júlí 1912. í maí 1919 var hafist handa við byggingu nýs húsnæðis fyrir bíóið við Austurstræti í miðbæ Reykjavíkur. Húsið þótti byllting í aðstöðu fyrir bíóhús og voru margvíslegar aðrar sýningar þar líka. Bíórekstri var hætt í húsinu fyrir lok níunda áratugarins, en síðustu árin voru skemmtistaðir í húsinu, svo sem Tunglið. Húsið skemmdist illa í bruna 1998 og var síðar rifið.

Nú stendur til að reisa húsið aftur í upprunalegri mynd á sama stað við Austurstræti. (Tekið m.a. af vef Rafiðnaðarsambandsins).

Skjalaskrá
Ná í viðhengi
Höfundar
Nafn E-402 HF. Nýja Bíó (1912-1987)
Flokkun
Flokkur Fyrirtæki
Útgáfuár 2009
Útgefandi Borgarskjalasafn Reykjavíkur
Leitarorð kvikmyndahús, Austurstræti, Hótel Ísland, miðbær, Sturla Jónsson, Friðrik Jónsson. Sveinn Björnsson, Pétur Þ. J. Gunnarsson, Ólafur Johnson, Carl Sæmundsson og Pétur Ingólfsson. E-681.