Hjá Báru - verslun

Nánari upplýsingar
Nafn Hjá Báru - verslun
Númer E-377
Lýsing

Lögskráð heiti tískuverslunar Báru Sigurjónsdóttur, Hjá Báru, er Hattaverslun Ísafoldar. Bára keypti verslunina um 1950 og var hún þá til húsa í Austurstræti 14 í Reykjavík. Verslunin var í fyrstu hattabúð og lærði Bára hattagerð í Iðnskólanum í Reykjavík til að geta rekið búðina; smám saman varð verslunin að hátískuverslun með samkvæmiskjóla og ýmislegt annað tilheyrandi kvenfatnaði sem og skraut-munum af öllu tagi. Verslunin hefur verið í staðsett við Hverfisgötu 50 í um 25 ár og var ein fyrsta verslun sinnar tegundar á Íslandi og um langt skeið fremst í flokki tískuverslana. Verslunin var afar glæsilega innréttuð, innanstokksmunir og teppi sérpöntuð frá útlöndum og skreyttu veggi m.a. handsmíðaðir gylltir skrautspeglar frá Flórens á Ítalíu. Verslunin hætti starfsemi síðla hausts 2000.

Bára Sigurjónsdóttir, kaupkona, er fædd 20. febrúar 1922 í Hafnarfirði, dóttir Sigurjóns Einarssonar skipstjóra, fæddur 1897 í Gestshúsum í Hafnarfirði og Rannveigar Vigfúsdóttur, fædd 1898 á Búðum á Snæfellsnesi. Fyrri eiginmaður hennar var Kjartan Sigurjónsson, söngvari, látinn 1945, síðari eiginmaður hennar var Pétur Guðjónsson, kaupmaður, fæddur 1927, dáinn 1983 og eignuðust þau tvo syni, Sigurjón og Guðjón.

Skjalaskrá
Ná í viðhengi
Höfundar
Nafn E-377 Hjá Báru verslun (1950-2000)
Flokkun
Flokkur Fyrirtæki
Útgáfuár 2001
Útgefandi Borgarskjalasafn Reykjavíkur
Leitarorð hattar, verslun, Austurstræti 14, Hverfisgata 50, tískuverslun