Lýsing |
Hús á lóðinni Austurstræti 2 var endurbyggt og stækkað árið 1901 og fékk nafnið Hótel Ísland. J.G. Hallberg var kunnur veitingamaður á Hótel Íslandi. Nokkurrar stéttskiptingar þótti gæta hvað snerti gesti í einstökum veitingasölum, en alþýðlegastur þótti salur er nefndur var Svínastían, sem var nokkurskona bar og drukkið þar ótæpilega, en árið 1906 urðu mikil umskipti er godtemplarar keyptu húsið. Síðar eignaðist A. Rosenbergveitingamaður húsið og rak hótelið til 1944, er þar brann.Þetta var lengi einn helsti samkomustaður í Reykjavík, glæsilegur veitingastaður og jafnframt um skeið stærsta gistihús landsins. Við brunann bjargaðist litið eitt,en hér eru tvö sýnishorn, gjöf SigríðarKr. Johnson fædd 1908. Sigríður starfaði á Hótel Íslandi m.a. sem bókari. Hún færði bækurnar sem Ágústa Johnson dóttir hennar afhenti Borgarskjalasafni fyrir hönd Sigríðar að gjöf. |