Lýsing |
Hótel Stokkeyri var reist árið 1943 til að bæta út brýnni þörf. Stokkeyri var miðstöð samgangna milli lands og Vestmannaeyja. Ferðamenn þurftu oft að bíða nokkurn tíma í þorpinu en þar var engin gistiaðstaða. Stokkeyringar stofnuðu því hlutafélag og létu reisa gistihús sem Óskar Eyjólfsson teiknaði. Það var einlyft hús með stórum kjallara sem í voru 8 gistiherbergi en uppi rúmgóður salur sem átti að rúma 100 manns, einnig voru minni herbergi fyrir veitingar og eldhús. Hótelstjóri var Axel Björnsson. |