Nánari upplýsingar | |
---|---|
Nafn | Hvannbergsbræður skóbúð - Jónas Hvannberg |
Númer | E-399 |
Lýsing | Jónas Hvannberg var fæddur á Eyrarbakka 4. nóvember 1893, dáinn 1. apríl 1972. Foreldrar hans voru Margrét Jónasdóttir húsfreyja og Jóhannes Sæmundsson sjómaður. Jónas kvæntist, 6. nóvember 1920, Guðrúnu Eiríksdóttur fæddri 26. apríl 1900, dáin 28. desember 1991. Þau eignuðust tvo syni, Hauk fæddur 22. júlí 1921, dáinn 12. janúar 1987 og Gunnar fæddur 21. febrúar 1925, dáinn 28. maí 1987. Jónas fór um tvítugt til Reykjavíkur árið 1916 og tók sér ættarnafnið Hvannberg. Hann fékk borgarabréf frá bæjarfógeta Reykjavíkur 29. apríl 1916, sem heimilaði honum að reka verslun í Reykjavík. Jónas stofnaði skóverkstæði og skósölu, Hvannbergbræður, með Erlendi bróður sínum árið 1916. Erlendur andaðist 1918 og eftir það var Jónas aðaleigandi og forstjóri verslunarinnar. Jónas fékk meistarabréf í skósmíði þann 17. janúar 1939. Verslunin Hvannbergsbræður var til húsa í Hafnarstræti 15 og gerðu Jónas og Erlendur leigusamning við Pétur J. Thorsteinsson dagsettan 3. september 1918. Þar var verslunin til 1921 en var þá flutt í hið nýja hús Eimskipafélagsins við Pósthússtræti. Þar var verslunin í um 50 ár eða þangað til að hún fluttist að Laugavegi 24. Gunnar Hvannberg tók við versluninni af Jónasi svo og kona hans Ebba Fenger Hvannberg, fædd 2. janúar 1929. Gunnar lést 1987 og stjórnaði Ebba fyrirtækinu ein frá 1987 til 1996 þegar starfseminni var hætt. Ebba lést 25. nóvember 2008. |
Skjalaskrá |
Höfundar | |
---|---|
Nafn | E-399 Hvannbergsbræður skóbúð (1918–1996) - Jónas Hvannberg ( 1893–1972 ) |
Flokkun | |
---|---|
Flokkur | Fyrirtæki |
Útgáfuár | 2010, 2017. |
Útgefandi | Borgarskjalasafn Reykjavíkur |
Leitarorð | verslun, skósmíði, Pósthússtræti, skósmiðir, Hafnarstræti, miðbær |