Iceland Airwaves

Nánari upplýsingar
Nafn Iceland Airwaves
Númer E-369
Lýsing

Hátíðin Iceland Airwaves byrjaði sem stuðningur Icelandair við unga tónlistarmenn. Hátíðin hét í upphafi Icelandair waves og var haldin í flugskýli á Reykjavíkurflugvelli og víðar í borginni 19.- 22. október 1999.

Reykjavík Loftbrú. Með því að styðja framsækið, Íslenskt tónlistarfólk í Verkefninu Reykjavík Loftbrú, sem er einskonar framhald af Iceland Airwaves-Hátíðinni, stuðlar Icelandair að því að hundruð íslenskra tónlistarmanna geti nýtt sér þennan stuðning til tónleikahalds eða kynningarstarfa í útlöndum. Á þessum diski eru lög nokkurra tónlistarmanna sem Icelandair hefur stutt í verkefninu Reykjavík Loftbrú og flogið með til áfangastaða víðsvegar um heiminn. (Heimild, af CD diski útgefnum af Icelandair).

Skjalasafnið samanstendur aðallega af CD - geisladiskum og skrám eða umsóknar- eyðublaði listamanna - hljómsveita, sem sóttu um þátttöku á tónleikum Iceland Airwaves hátíðinni árin 2006 og 2007. Mörgum geisladiskum fylgir bæklingur.

Skjalaskrá
Ná í viðhengi
Höfundar
Nafn E-369 Iceland Airwaves (1999)
Flokkun
Flokkur Fyrirtæki
Útgáfuár 2009, 2017.
Útgefandi Borgarskjalasafn Reykjavíkur
Leitarorð menning, tónlistarhátíð, Árni Einar Birgisson, Þorsteinn Stephensen