J. Þorláksson & Norðmann

Nánari upplýsingar
Nafn J. Þorláksson & Norðmann
Númer E-35
Lýsing

Byggingavöruverslunin J. Þorláksson & Norðmann var stofnuð þegar Jón Þorláksson, fyrrverandi landsverkfræðingur (síðar borgarstjóri og forsætisráðherra) seldi frænda sínum, Óskari Norðmann, helmingshlut í fyrirtækinu Jón Þorláksson Byggingarefnaverslun, árið 1923. Jón hafði stofnað verslunina árið 1917 þegar hann lét af embætti landsverkfræðings og hafði verslunin aðsetur í kjallara og bakhúsi í húsi hans við Bankastræti 11. Verslunin fluttist ekki úr Bankastræti fyrr en árið 1969 en þá var húsnæðið orðið mjög óhentugt.

Helsta verslunarvara fyrirtækisins var sement, einkum Portland-sement frá Danmörku. Einnig var til sölu, allskyns byggingarvara, vélar og áhöld til húsasmíða og hreinlætisvörur. Félagið var umsvifamikið á byggingarvörumarkaði og hafði um tíma sérstakt skip, Foldina, í siglingum milli landa með vörur sínar.

Eftir lát Jóns árið 1935 rak Óskar fyrirtækið áfram og síðar meir með Hirti Erni Hjartarsyni, dóttursyni Jóns. Nokkuð dró úr umsvifum félagsins eftir að framleiðsla á sementi hófst hér á landi á sjötta áratug síðustu aldar. Óskar Norðmann lést árið 1971 og níu árum síðar seldu erfingjar hans, Hirti sinn hlut í versluninni. Fyrirtækið hætti starfsemi árið 1991.

Skjalasafnið var afhent í janúar 1993 af Hirti Erni Hjartarsyni.

Hjörtur er dóttursonur Jóns og starfaði hjá fyrirtækinu í 20 ár og af Hirti Erni Hjartarsyni 2006.

Sjá einnig skjalaskrár félaga tengdum J. Þorláksson og Norðmann og dótturfélögum.

Steinsteypan hf. - einkaskjalasafn nr. 58,

Stapi hf. - einkaskjalasafn nr. 59

Skipafélagið Fold hf. - einkaskjalasafn nr. 141

Skjalaskrá
Ná í viðhengi
Höfundar
Nafn E-35 J. Þorláksson & Norðmann (1917-1991)
Flokkun
Flokkur Fyrirtæki
Útgáfuár 2007
Útgefandi Borgarskjalasafn Reykjavíkur
Leitarorð byggingavöruverslun, E-58 Steinsteypan hf., E-59 Stapi hf., E-141 Skipafélagið Fold hf., Jón Þorláksson, Óskar Norðmann,