Jóhann Ólafsson & co. hf.

Nánari upplýsingar
Nafn Jóhann Ólafsson & co. hf.
Númer E-85
Lýsing

Heildverslunin var stofnuð 14.10.1916 af Jóhanni Ólafssyni og Sigfúsi Blöndal og stuttu síðar bættist Sighvatur Blöndal í hópinn. Þeir seldu sinn hlut fljótlega, en Björn Arnórsson keypti og ráku þeir Jóhann fyrirtækið í sameiningu til ársins 1951.

Ýmis starfsemi hefur farið fram á vegum fyrirtækisins, aðallega þó verslunarrekstur og innflutningur. Má þar nefna bifreiðir og bifreiðavarahlutir, skotfæri, hannyrðavörur, matar- og kaffistell, búsáhöld, hótelvörur, prentvörur, ljósaperur og lampar, ýmis rafmagnstæki, viðgerðaverkstæði o.fl.

Verslunin hefur verið rekin á ýmsum stöðum í Reykjavík. Fyrst var hún til húsa í Lækjargötu 6b, síðan í Þingholtstræti, þá í Bankastræti 10, en lengst af í Hverfisgötu 18. Frá 1974 hefur verslunin verið staðsett í Sundaborg.

Skjalaskrá
Ná í viðhengi
Höfundar
Nafn E-85 Jóhann Ólafsson & Co hf. (1916)
Flokkun
Flokkur Fyrirtæki
Útgáfuár 1995
Útgefandi Borgarskjalasafn Reykjavíkur
Leitarorð innflytjendur, heildsala, verslun, Jóhann Ólafsson, Sigfús Blöndal, Sighvatur Blöndal, Björn Arnórsson, Lækjargata 6b, Bankastræti 10, Hverfisgata 18, Sundaborg.