Nánari upplýsingar | |
---|---|
Nafn | Líkkistuvinnustofa Eyvindar Árnasonar - Laufásvegi 52 |
Númer | E-219 |
Lýsing | Líkkistuvinnustofa Eyvindar Árnasonar var stofnuð 25. nóvember 1899 og var til húsa á Laufásvegi 52. Síðar fluttist hún í Aðalstræti 4B. Eyvindur Árnason fæddist og ólst upp að Akurey í Vestur-Landeyjum, Rangárvallasýslu. Hann fluttist ungur til Vestmannaeyja og sótti þar sjó. Síðar komst hann í trésmíðalæri hjá Jakobi Sveinssyni í Reykjavík. Eyvindur reisti sér hús við Laufásveg 4, og hóf þar rekstur trésmíðavinnustofu. Þá flutti hann að Óðinsgötu 10. Margir luku sveinsprófi hjá Eyvindi. Síðar byggði hann sér hús á Laufásvegi 2, þar var sett á stofn verslun sem seldi legsteina, kransa og annað. Eyvindur tekur um síðir að sérhæfa sig í líkkistusmíði og árið 1915 smíðaði hann líkvagn. Var vagninn notaður í fyrsta skipti daginn eftir brunann mikla í Reykjavík þetta ár. Vorið 1931 keypti Eyvindur fyrsta líkbílinn hér á landi. Líkbíll fyrirtækisins bar ávallt sama númer: R -14. Kona Eyvindar var Sophie Heilman. Árið 1922 flutti Eyvindur ásamt fjölskyldu sinni í hús nr. 52 við Laufásveg, sem hann hafði byggt sjálfur. Eyvindur lést árið 1950 og tók þá sonur hans Oswald við jarðarfaraumjón af föður sínum. Oswald Heilmann Eyvindsson var fæddur 6. janúar 1904, hann lést 12. september 1963. Kona hans var Jóhanna Guðrún Guðmundsdóttir. Undir forsjá Oswaldar stækkaði fyrirtækið enn frekar og voru nokkrir fastráðnir starfsmenn til þess að annast kistusmíði og aðra vinnu. Oswald lést árið 1963 og tók þá Davíð, sonur hans, við útfararstofunni; flutti hún um síðir í Vesturhlíð 3, og þá í Austurstræti 4B. Davíð H. Ósvaldsson, útfararstjóri og forstjóri, er fæddur 27. febrúar 1942. Líkkistuvinnustofa Eyvindar Árnasonar, var helsta líkkistuverkstæðið og útfararstofan í Reykjavík svo til alla 20. öldina, eða í rúm hundrað ár.
Ath.: Öskjur nr. 7 og 12 eru TRÚNAÐARMÁL og lokaðar Skjalasafnið fært Borgarskjalasafni í hlutum, skýrir það ósamræmi í skráningu. |
Skjalaskrá |
Höfundar | |
---|---|
Nafn | E-219 Líkkistuvinnustofa Eyvindar Árnasonar - Laufásvegi 52 (1899-2001) |
Flokkun | |
---|---|
Flokkur | Fyrirtæki |
Útgáfuár | 2003, 2014 |
Útgefandi | Borgarskjalasafn Reykjavíkur |
Leitarorð | útfararstofa, Laufásvegur 52,Oswald Eyvindsson, Eyvindur Árnason, Davíð Ósvaldsson |