Nánari upplýsingar | |
---|---|
Nafn | Magnús Th. Blöndahl h.f. |
Númer | E-404 |
Lýsing | Stofnfundur hlutafélagsins Magnús Th. S. Blöndahl var haldinn 15. maí 1928. Fundinn sóttu: Magnús Blöndahl, Alexander Jóhannesson, Sigfús Blöndahl, Sighvatur Blöndahl, Kristjana Blöndahl og Sigríður Fjeldsted. Lög að félaginu voru samþykkt og í stjórn voru kosin: Magnús Blöndahl, Alexander Jóhannesson og Sigfús Blöndahl, til vara Sighvatur Blöndahl, endurskoðendur Kristjana Blöndahl og Sigríður Fjeldsted. Í 3. gr. laganna segir: „Tilgangur félagsins er að reka ýmiskonar iðnað, svo sem brjóstsykurgerð, efnagerð, konfektgerð og aðra innlenda framleiðslu, ennfremur að reka heildverzlun með nokkrar vörutegundir“. Tekið úr fundargerð stofnfundar, 15. maí 1928. Húsið að Vonarstræti 4B. Magnús Th. S. Blöndahl smiður og athafnamaður byggði húsið árið 1928 sem verksmiðjuhús til brjóstsykurs- og konfektgerðar en hann hafði áður rekið brjóstsykursgerð í Lækjargötu 6b. Áður var einnig á lóðinni gamalt smíðahús, byggt 1909 (Vonarstræti 4c). Verksmiðjuhúsið teiknaði Pjetur Ingimundarson forsmiður, en þetta er einlyft steinsteypuhús með kjallara og risi og eldvarnarvegg að sunnanverðu. Í kjallaranum var véla- og brjóstsykursgerðarsalur en á aðalhæðinni var herbergi fyrir konfektgerð. Starfsemi sælgætisgerðarinnar var síðar aukin og frá 1929 rak Magnús Blöndahl einnig kaffibrennslu í húsinu. Árið 1942 var húsið lengt um 32 ferm. til norðurs, að nyrðri lóðamörkunum, eftir teikningum Pjeturs Ingimundarsonar. Síðan hefur verið byggt meira við húsið, a.m.k. meðfram norðurmörkum lóðarinnar, en ekki er ljóst hvenær það var gert. Sælgætisgerðin var rekin í húsinu til ársins 1967 þegar bruninn mikli varð á svæðinu. Þá skemmdist bakhús á lóðinni, sennilega gamla smíðahúsið, og var rifið. Árið 1977 var búið að breyta húsnæði sælgætisgerðarinnar í skrifstofur en kaffibrennslan var rekin í húsinu til ársins 1979, þegar vélarnar eyðilögðust af eldi. Guðný Unnur Jökulsdóttir afhenti Borgarskjalasafni Reykjavíkur skjalasafnið 24. nóvember 2009. Henni áskotnuðust gögnin úr dánarbúi Jökuls Ólafssonar sem var síðasti framkvæmdastjóri fyrirtækisins. Skjalasafnið er gefið með samþykki Guðmundar Jóhannessonar, sem var eigandi fyrirtækisins líklega til 1995. Vélar frá fyrstu starfsárum hafa þegar verið gefnar Árbæjarsafni. Fyrirtækið starfaði í Lækjargötu og í Vonarstræti. Innihald: Fundargerðarbók, hlutabréf, sjóð- og viðskiptamannabækur, o.fl. Tímabil: 1922-1997. |
Skjalaskrá |
Höfundar | |
---|---|
Nafn | E-404 Magnús Th. Blöndahl h.f. (1928-1997) |
Flokkun | |
---|---|
Flokkur | Fyrirtæki |
Útgáfuár | 2010 |
Útgefandi | Borgarskjalasafn Reykjavíkur |
Leitarorð | Heildverslun, Vonarstræti 4B, verslun |