Nánari upplýsingar | |
---|---|
Nafn | Ölgerðin Egill Skallagrímsson |
Númer | E-260 |
Lýsing | Ölgerðin Egill Skallagrímsson var stofnuð 1913 af Tómasi Tómassyni. Þann 17. apríl 1913 var fyrsta lestarferðin á Íslandi farin, fyrsta grjóthlassið var sótt úr Öskjuhlíð til hafnargerðarinnar í Reykjavík. Sama dag hóf Tómas Tómasson rekstur Ölgerðar Egils Skallagrímssonar í tveimur kjallaraherbergjum í Þórshamri við Templarasund. Umsvifin voru ekki mikil í fyrstu. Suðuketillinn var einungis 65 lítrar og flöskunum var lokað með því að þrýsta tappa ofan í með flötum lófa og binda fyrir með vír. Fyrsta framleiðsluárið seldi Ölgerðin um 38 þúsund lítra, mest Maltextrakt og Hvítöl. Íbúar Reykjavíkur voru þá um 13 þúsund talsins. Sjá nánar saga Ölgerðarinnar - www.olgerdin.is/um-olgerdina/sagan/ Afhending: Helgi Sigurðsson, starfsmaður í Árbæjarsafni, afhenti safninu skjölin 27. júní 2001. Skjöl þessi virðast hafa tilheyrt Kristni Lýðssyni (Lýður Kristinn Lýðsson 1904-1981, sjá E-210) og eru mjög illa farin og varð að henda nokkrum bókum. Innihald: Launaseðlar, færslubækur, reikningar, kvittanir o.fl. Tími: 1943-1968. Magn: 1 askja |
Skjalaskrá |
Höfundar | |
---|---|
Nafn | E-260 Ölgerðin Egill Skallagrímsson (1913) |
Flokkun | |
---|---|
Flokkur | Fyrirtæki |
Útgáfuár | 2016 |
Útgefandi | Borgarskjalasafn Reykjavíkur |
Leitarorð | E-210 (Lýður) Kristinn Lýðsson, |