Prentsmiðja Ágústs Sigurðssonar

Nánari upplýsingar
Nafn Prentsmiðja Ágústs Sigurðssonar
Númer E-52
Lýsing

Ágúst Sigurðsson (1873–1943) prentari stofnaði þessa prentsmiðju 23. júní 1922 og vann þar alla tíð meðan heilsan entist. Sonur hans Henrik Wilhelm (1905–1966) lærði prentun hjá föður sínum og tók við sem prentsmiðjustjóri 1959. Prentsmiðjan var fyrst til húsa í Pósthússtræti 11, þar sem Hótel Borg er núna, en þegar það var byggt var hún flutt í Austurstræti 12, en síðan í Mjóstræti 6 árið 1951. Tveir synir Henriks lærðu prentun og tóku við af föður sínum þegar hann lést 1966. Ragnar Jóhannes (1940–2018) og Þórður Ágúst (1942–) en Þórður sá um reksturinn einn eftir að bróðir hans flutti til Noregs 1989.

Prentsmiðjan PÁS þjónaði mörgum fyrirtækjum og stofnunum í miðbæ Reykjavíkur í gegnum árin, eins og LR, Jes Zimsen, Nóa-Siríus, Ásgeiri Sigurðssyni o.fl. Á níunda og tíunda áratugnum urðu miklar tæknibreytingar og var prentsmiðjan þá lögð niður 1. ágúst aldamótaárið 2000.

Skjalaskrá
Ná í viðhengi
Höfundar
Nafn E-52 Prentsmiðja Ágústs Sigurðssonar (1922-2000)
Flokkun
Flokkur Fyrirtæki
Útgáfuár án ártals
Útgefandi Borgarskjalasafn Reykjavíkur
Leitarorð miðbær, prentsmiðja, prentarar, iðnaður