Stálumbúðir hf. við Kleppsveg

Nánari upplýsingar
Nafn Stálumbúðir hf. við Kleppsveg
Númer E-516
Lýsing

Starfsemi Stálumbúða hf. hefst 1948. Um 1960 er gefinn út veglegur bæklingur um framleiðslu fyrirtækisins sem var aðallega lampasmíði. Rekstri fyrirtækisins var hætt 30. júní 1988. Starfsemin for fram í húsnæði fyrirtækisins við Kleppsveg. Síðar breyttist Kleppsvegur í Sæbraut.

Sjá greinargóða samantekt um starfsemi fyrirtækisins, tengda starfsemi og starfsmenn og grein um lampasmíði á Íslandi í Arkitektúr og skipulag 12. tbl. 1991 eftir Ólaf S. Björnsson raffræðing og verksmiðjustjóra Stálumbúða hf.

Afhending: Ólafur S. Björnsson afhenti Borgarskjalasafni Reykjavíkur skjöl Stálumbúða hf., 10. mars 2008. Kristín Mjöll Kristinsdóttir kom með viðbót við safnið, skjöl og frumrit teikninga, 19. júlí 2013.

Innihald: Skjöl, CD diskur, teikningar, auglýsingar og ljósmyndir.

Tímabil: 1969-2000.

Skjalaskrá
Ná í viðhengi
Höfundar
Nafn E-516 Stálumbúðir hf. (1948-1988)
Flokkun
Flokkur Fyrirtæki
Útgáfuár 2008, 2013
Útgefandi Borgarskjalasafn Reykjavíkur
Leitarorð iðnaður, framleiðsla, rafmagnsfræði, lampasmíði, Kleppsvegur, Sæbraut