Nánari upplýsingar | |
---|---|
Nafn | Útgerðartækni hf. |
Númer | E-204 |
Lýsing | Ólafur Eiríksson, tæknifræðingur og kennari í Vélstjóraskólanum í Reykjavík, og Örn Marelsson, véltæknifræðingur, ásamt fleirum stofnuðu Útgerðartækni árið 1987. Fyrirtækið er til húsa í Hafnarhúsinu við Tryggvagötu í Reykjavík. Ólafur gekk út úr fyrirtækinu 1991/1992. Örn Marelsson núverandi forstjóri Útgerðartækni er fæddur 10. ágúst 1955. Foreldrar hans eru hjónin Marel Eðvaldsson, fæddur 11 nóvember 1931, og Sigrún Lilja Bergþórsdóttir fædd 10. júlí 1933. Ólafur Eiríksson var fæddur 5. júlí 1933 og lést 3. mars 1998. Foreldrar hans voru hjónin Elísabet Eyjólfsdóttir, fædd á Bíldudal 5. október 1896, dáin 31. maí 1988, og Eiríkur Eyjólfsson frá Minnivöllum, Landmannahreppi, Rangárvallasýslu, fæddur 12. maí 1882, dáinn 7. apríl 1963. Ólafur var þríkvæntur og eignaðist fimm börn. Ólafur lauk vélstjóraprófi í Reykjavík 1957 og nam tæknifræði í Austur-Þýskalandi árin 1959-1961. Hann starfaði eftir heimkomuna meðal annars hjá Rafmagnsveitum ríkisins, kenndi við Vélskóla Íslands, og vann við að svartolíuvæða fiskveiðiflota landsmanna; hann starfaði einnig hjá Fiskifélagi Íslands og var ráðgjafi hjá Landssambandi íslenzkra útvegsmanna. Síðar starfaði hann lengst af sem sjálfstæður ráðgjafi fyrir útgerðarfyrirtæki, annaðist námskeiðahald bæði í Reykjavík og úti á landsbyggðinni, og rak ásamt öðrum fyrirtækið Útgerðartækni. Eitt af hans síðustu verkum var að gefa út á íslensku Töflubók Westermanns. Ólafur er frumkvöðull að því að svartolía var notuð sem eldsneyti í íslenskum fiskiskipum í þeim tilgangi að spara orku og skipti það sköpum í útgerð. Svartolíunefnd var skipuð með bréfum sjávarútvegsmálaráðuneytisins dags. 13. júlí 1973. Nefndin var skipuð með það fyrir augum að undirbúa notkun svartolíu í dísilvélum, safna frekari reynslu þar um og annast nauðsynlegar leiðbeiningar um aðgerðir og gæslu hvað notkun þessarar olíu snertir. Formaður nefndarinnar var skipaður Gunnar Bjarnason, fv. skólastjóri, og meðnefndarmenn voru Guðmundur Björnsson, prófessor og Ólafur Eiríksson tæknifræðingur. Svartolíunefnd stóð fyrir miklum aðgerðum varðandi svartolíubrennslu í japönskum togurum. Örn og systir hans Ingibjörg Marelsdóttir, starfsmaður Útgerðartækni hf., afhentu safninu skjölin í maí 2001, síðar eða um haustið færðu þau safninu fleiri skjöl, síðast í nóvember 2001. Sumarið 2002 færði Ingibjörg safninu enn fleiri skjöl og 6. júní 2005 bárust safninu nokkur skjöl til viðbótar frá Erni. Viðbót við skjalasafnið kom 23. maí 2008. |
Skjalaskrá |
Höfundar | |
---|---|
Nafn | E-204 Útgerðartækni hf. (1987) |
Flokkun | |
---|---|
Flokkur | Fyrirtæki |
Útgáfuár | 2005, 2009. |
Útgefandi | Borgarskjalasafn Reykjavíkur |
Leitarorð | Svartolíunefnd, Ólafur Eiríksson, Örn Marelsson, sjávarútvegur, útgerð |