Verslunin Baldur

Nánari upplýsingar
Nafn Verslunin Baldur
Númer E-103
Lýsing

Ragnar Guðmundsson stofnaði Verslunina Baldur árið 1926. Verslunin var kjöt- og nýlenduvöruverslun og var til húsa að Framnesvegi 29 í Reykjavík. Árið 1930 tók bróðir hans, Júlíus Guðmundsson, við versluninni og rak hana til 1973/1974. Þá tók Elías Halldórsson við og rak búðina fram til 1980. Eftir það komu fleiri aðilar að versluninni, uns stórmarkaður hóf rekstur í nágrenninu (JL-húsið), dró það úr viðskiptum Verslunarinnar Baldurs. Hætti verslunin um miðjan níunda áratuginn (1986).

Júlíus Guðmundsson var fæddur 10. júní 1895 og lést 12. ágúst 1984. Kona hans var Guðrún Nikulásdóttir, fædd 1. desember 1900, látin 13. mars 1999.

Guðrún K. Júlíusardóttir, kennari við Hvassaleitisskóla, dóttir Júlíusar Guðmundssonar, fyrrverandi eigenda verslunarinnar, færði Borgarskjalasafni skjölin að gjöf í apríl 1997. Guðrún kom með fleiri skjöl í byrjun október 2001.

Askja nr. 40 geymir trúnaðarmál og er lokuð; þarf leyfi gefanda til að opna öskjuna.

Skjalaskrá
Ná í viðhengi
Höfundar
Nafn E-103 Verslunin Baldur (1926-1986)
Flokkun
Flokkur Fyrirtæki
Útgáfuár 1997
Útgefandi Borgarskjalasafn Reykjavíkur
Leitarorð verslun, Framnesvegur, Vesturbær, loftvarnarbyrgi