Árbæjarskóli

Nánari upplýsingar
Nafn Árbæjarskóli
Númer K2020
Lýsing

Árbæjarskóli er einn stærsti grunnskóli landsins, staðsettur í einstöku umhverfi Elliðaárdalsins. Skólinn á sér rúmlega 40 ára starfssögu. Á árunum 1956-1966 var Árbæjarskóli starfræktur í samkomuhúsi á Árbæjarblettinum, þar sem kennt var í þremur deildum, en haustið 1967 hóf skólinn göngu sín í nýju húsi með 421 nemanda.

Í dag er Árbæjarskóli grunnskóli fyrir nemendur í 1.-10. bekk. Hann er einsetinn og eru nemendur hans um 700 talsins. Skólinn er safnskóli á unglingastigi en þá koma til náms nemendur úr Árbæjarskóla, Ártúnsskóla og Selásskóla. Starfsmenn skólans eru 91 sem sinna mismunandi stöfum í þágu nemenda. Með stjórnun skólans fara auk skólastjóra, tveir aðstoðarskólastjórar, deildarstjóri, tveir verkefnastjórar, nemendaráð og skólaráð. Einkunnarorð Árbæjarskóla eru: Ánægja-Áhugi-Ábyrgð-Árangur.

Skjöl Árbæjarskóla voru geymd í kjallara Árbæjarskóla þar flæddi tvisvar sinnum og eyðilagði vatnið nær öll eldri skjöl skólans.

Skjölin voru send Borgarskjalasafni: í október af Pálínu Gunnmarsdóttur, í júní 2011 af Þorsteini Sæberg og í maí 2012.

Tímabil 1976-2011.

Innihald: Fundargerðir, bréfa- og málasafn, bekkjakladdar, einkunnir, vitnisburðir, mat á skólastarfi einstaklingsmál - nemendur, líðan nemenda, nemendaspjaldskrá, námskrár, foreldraráð, málefni foreldra, kannanir, starfsmannamál, þróunarverkefni, prófkvíði o.fl.

Skjalaskrá
Ná í viðhengi
Höfundar
Nafn Árbæjarskóli
Flokkun
Flokkur Opinber skjöl
Útgáfuár 2011 og 2012
Útgefandi Borgarskjalasafn Reykjavíkur
Leitarorð menntamál, grunnskólar, nemendur, kennarar.