Borgaskóli

Nánari upplýsingar
Nafn Borgaskóli
Númer K210
Lýsing

Skólinn er staðsettur í norðanverðum Grafarvogi í miðju Borgahverfinu. hann er heilstæður grunnskóli, stofnaður 1998. Frá upphafi hefur verið lögð áhersla á góða líðan nemenda og starfsfólks sem forsendu árangurs í skólastarfinu. Fjölbreyttar kennsluaðferðir og viðfangsefni, jákvætt viðmót og góð umgengni hafa einkennt skólastarfið frá upphafi ásamt nýbreytni og þróunarstarfi. Í Borgaskóla er lögð áhersla á að búa nemendum örvandi námsumhverfi og beyta fjölbreyttum kennsluaðferðum sem hæfa viðfangsefnum hverju sinni. Skólinn er Grænfánaskóli, Heilsueflandi skóli og Olweusarskóli. En unnið er á margvíslegan hátt að forvörnum samkvæmt kenningum og aðferðum Olwes gegn einelti.

Um áramótin 2011-2012 var Borgaskóli sameinaður Engjaskóla í nýjan skóla sem ber heitið Vættaskóli.

Skrá yfir gögn afhent í júní 2012 af Guðleif Sævarsdóttur.

Tímabil 1995-2007.

Skjalaskrá
Ná í viðhengi
Höfundar
Nafn Borgaskóli
Flokkun
Flokkur Opinber skjöl
Útgáfuár 2012
Útgefandi Borgarskjalasafn Reykjavíkur
Leitarorð menntamál, grunnskólar, nemendur, kennarar, Borgahverfið, Grafarvogur.