Laugarnesskóli

Nánari upplýsingar
Nafn Laugarnesskóli
Númer K2250
Lýsing

Laugarnesskóli hóf starfsemi árið 1932 sem útibú frá Austurbæjarskóla, í leiguhúsnæði við Laugarnesveg 52 og í húsinu Sjónarhól í Sogamýri. Árið 1934 var ljóst að slíkt fyrirkomulag var ekki ásættanlegt, og skoruðu foreldrar á bæjaryfirvöld að bregðast við og stofna sjálfstæðan skóla og finna honum hentugan stað. Bæjaryfirvöld samþykktu þann 21. júní 1934 að tillögu borgarstjóra, Jóns Þorlákssonar að ætla skólanum stað í Laugarneshverfi. Húsameistari bæjarins, Einar Sveinsson hófst handa við að teikna húsið. Bygging fyrsta áfanga skólahússins gekk fljótt og vel og tók skólinn til starfa 13. október 1935.

Fyrsti skólastjóri Laugarnesskóla var Jón Sigurðsson og stjórnaði hann honum í 30 ár eða allt fram til 1965. Fyrsta árið sóttu skólann 214 börn á aldrinum 8 -13 ára. Á þriðju hæð skólahússins var heimavist enda skólahverfið mjög stórt. Heimavistin lagðist af árið 1963. Strax á öðru starfsári skólans kom í ljós að hann var of lítill og þurfti að taka á leigu húsnæði til skólahalds. Árið 1945 var síðan annar áfangi skólans tekin til notkunar ásamt íþróttarhúsi. Skólahúsnæði Laugarnesskóla er fallega hönnuð bygging og í miðju skólans er stórt opið rými sem hefur m.a. að geyma frægt dýrasafn og skólann prýða listaverk eftir Ásmund Sveinsson og Jóhann Briem. Árið 2006 var síðan tekin í gagnið viðbygging.

Árið 1969 varð Laugarnesskóli eingöngu barnaskóli með tilkomu Laugalækjarskóla. Laugarnesskóli á einnig skólaselið Kötlugil í landi Helgadals, í Mosfellssveit.

Afhending: Skólastjórarnir Jón Freyr Þórarinsson 1993 og 2001 og Helgi Grímsson 2005. o.fl.

Innihald: Fundargerðir, bréf, ljósmyndir, bekkjamyndir, skemmtanir: páskar, jól o.fl. Kladdar, nemendaspjöld, nemendaskrár, stundaskrár, prófverkefni, einkunnabækur, heimvist skólans, skólalækningar, plaköt, skólablöð, Höfðaskóli, ritgeðir skólabarna, starfsemi í skólanum o.fl.

Tími: 1921-2002

Skjalaskrá
Ná í viðhengi
Höfundar
Nafn Laugarnesskóli
Flokkun
Flokkur Opinber skjöl
Útgáfuár 1995, 2001, 2004, 2005, 2008, 2015, 2019.
Útgefandi Borgarskjalasafn Reykjavíkur
Leitarorð menntamál, nemendur, kennarar, grunnskólar, Laugarnes