Leikskólinn Hálsborg - Hálsakot - Hálsaskógur

Nánari upplýsingar
Nafn Leikskólinn Hálsborg - Hálsakot - Hálsaskógur
Númer K5120
Lýsing

Leikskólinn Hálsakot tók til starfa 2. maí 1985. Upphaflega var ein deild skóladagheimili og leikskóli á tveimur deildum, eingöngu með börn í hálfsdagsvistun. Í lok árs 1989 flutti skóladagheimilið í annað hús og þriðja leikskóladeildin bættist við. Í framhaldi af þessum breytingum byrjaði heilsdagsvistun í Hálsakoti. Árið 2005 var byggt við Hálsakot og samhliða því urðu miklar breytingar nnanhús. Í byrjun október opnaði svo fjórða deildin. Við þetta urðu til tvær ingri og eldri deildi. Deildirnar heita Suðurkot, Norðurkot, Vesturkot og Austurkot. Hálsakot er að Hálsaseli 29.

(Heimild: námsskrá Hálsaborgar, 2007).

Leikskólinn Hálsaborg var opnaður 30. desember 1980. Hann var einn af fimm leikskólum í Seljahverfi og er miðsvæðis í hverfinu. Hálsaborg er þriggja deilda leikskóli. Tvær deildir fyrir börn á aldrinum þriggja til sex ára og eindeild fyrir eins til þriggja ára börn. Sextíu börn dvelja samtímis, 21 barn á hvorri eldri deild og 18 börn á yngri deild. Föst stöðugildi í Hálsaborg eru að jafnaði 12 til þrettán. Hálsaborg er staðsett að Hálsaseli 27.

(Heimild: Skólanámsskrá Hálsaborgar 2003).

Þann 1. júlí 2011. voru þessir tveir leikskólar sameinaðir undir heitinu Hálsaskógur, Hálsakot ber nú nafnið Kot og Hálsaborg nafnið Borg.

Skjöl sem bárust frá Leikskálanum Hálsaskógur 2017. Skjölin komu í stórum kössum og hafði ekki verið raðað saman eftir efni þannig að ekki er víst að allar upplýsingar um börn og starfsmenn séu á sama stað í örkum og ekki í stafrófsröð, það á einnig við um málasafnið o.fl.

Afhending skjalasafns: Friðbjörg Sigvaldadóttir í júlí 2017.

Innihald: Fundargerðir, bréf, skipulagsdagar, skemmtanir, vinna barna, starfsmannamá, verkefni l o.fl.

Tímabil: 1985-2017

Magn:14 öskjur, þar af flestar stórar.

Skjalaskrá
Ná í viðhengi
Höfundar
Nafn Leikskólinn Hálsaborg - Hálsakot - Hálsaskógur
Flokkun
Flokkur Opinber skjöl
Útgáfuár 2017
Útgefandi Borgarskjalasafn Reykjavíkur
Leitarorð menntamál, leikskólar, skóla- og frístundasvið, nemendur, kennarar, Hálsar, Breiðholt.