Lýsing |
Leikskólinn Hulduheimar, Vættaborgum 11, 112 Reykjavík. Leikskólinn var formlega opnaður 11. nóvember 1997. Hulduheimar er fjögurra deilda leikskóli þar sem dvelja 84 börn samtímis. Í Hulduheimum er unnið í anda Reggio sem kennd er við borgina Reggio Emilia á norður Ítalíu. Einkunnarorð leikskólans eru "Virðing – Gleði – Vinátta" og ræktum við með okkur vináttu, gleði og samkennd í leik og starfi svo hver einstaklingur fái notið sín. Leikskólastjóri er Bryndís Markúsdóttir og Jónína Jóhannsdóttir er aðstoðarleikskólastjóri. Afhending skjalasafns: Bryndís Markúsdóttir, leikskólastjóri 30. september 2015 og 15. júní 2018. Innihald: Fundargerðir, bréf, persónugögn leikskólabarna, starfsmannamál, faglegt starf, foreldrafélag, prentað mál, ljósmyndir o.fl. Tímabil: 1979-2016 |