Leikskólinn Laugasól. Lækjaborg - Laugaborg

Nánari upplýsingar
Nafn Leikskólinn Laugasól. Lækjaborg - Laugaborg
Númer K5220
Lýsing

Leikskólinn Laugasól er við Leirulæk 4-6 í Reykjavík og er rekinn af Reykjavíkurborg.
Leikskólinn tók til starfa 1. júlí 2011 þegar leikskólarnir Laugaborg (1. júní 1966) og Lækjaborg (1. júní 1972) voru sameinaðir. Hús skólanna halda sínum gömlu nöfnum, Laugaborg og Lækjaborg.
Leiðarljós leikskólans er: Virðing. Fjölbreytileiki. Sköpun.
Megináherslur í menntun og uppeldisstarfi leikskólans er frjáls leikur, skapandi starf og umhverfismennt. Í umhverfismennt er lögð áhersla á að börnin verði læs á umhverfi og
náttúru og kynnist fjölbreytileikanum í samfélagi og menningu. Að þau læri að beita gagnrýninni hugsun, spyrja spurninga, upplifa, skoða og skilja. Endurvinnsla og endurnýting
er alltaf í gangi og í stöðugri þróun. Laugasól fékk Grænfánann í fyrsta sinn í desember 2013.
Í Laugasól eru 162 börn á sjö deildum. Leikskólinn er í tveimur húsum. Í húsi Lækjaborgar eru yngri börnin og í húsi Laugaborgar eru eldri börnin.
Afhending skjalasafns: Bergþóra Vilhjálmsdóttir 3. nóvember 2017. Viðbót kom 12. nóvember 2017.
Innihald: Fundir, starfsmannamál, fréttabréf, námsefni, dagbækur, innra starf leikskólanna,
ljósmyndir, ýmis konar efni unnið með börnunum, ferðalög, heimsóknir, myndbönd og CD
diskar o.fl.
Tímabil: ca. 1990-2016, þar af mikið ódagsett.
Magn: 26 öskjur, stórar.

Skjalaskrá
Ná í viðhengi
Höfundar
Nafn Leikskólinn Laugasól. Lækjaborg - Laugaborg
Flokkun
Flokkur Opinber skjöl
Útgáfuár 2017, 2018.
Útgefandi Borgarskjalasafn Reykjavíkur
Leitarorð menntamál, leikskólar, skóla- og frístundasvið, nemendur, kennarar, Laugardalur