Nánari upplýsingar | |
---|---|
Nafn | Leikskólinn Rauðaborg |
Númer | K5280 |
Lýsing | Einkunnarorð Rauðaborgar eru: GLEÐI- VIRÐING- SJÁLFSTJÓRN Leikskólinn Rauðárborg er í Seláshverfi, við Viðarás 9. Góðar aðstæður eru fyrir útivist og gönguferðir í hverfinu og nægir þar að nefna svæði eins og Rauðavatnsskóg og Elliðaárdal. Rauðaborg er fyrsti leikskóli sinnar tegundar á Íslandi og hófst satarfsemi hans 21. febrúar 1994. Í skólanum eru þrjár deildir og eru gluggaveggir á alla vegu þannig að börn og fullorðnir geta fylgst með öllu því sem fram fer í húsinu. Deildirnar heita Lauf, Lyng og Hreiður. Við störfum samkvæmt High/Scope en sú stefna leggur ríka áherslu á virkt nám. Það sem liggur að baki virku námi barna er persónulegt frumkvæði og jákvæð samskipti fullorðins og barns. Virkt námsumhverfi býður upp á að börnin hafi val og geti tekið sjálfstæðar ákvarðanir. Með því að börnin séu virkir þátttakendur í eigin námi og að fá stuðning frá öðrum þróa börnin með sér frumkvæði og félagslegan vilja sem hefur jákvæð áhrif á þau í frekara námi og ákvarðanatöku í lífinu. Starsemin í Rauðaborg byggist á opnu leikrými. Börnin eru ekki bundin við ákveðinn stað heldur geta þau valið sér leiksvæði hvar sem er í húsinu og skipt um þau í leiktíma. Segja má að sérstaða Rauðaborgar sé að allt húsið er einn starfsvettvangur þar sem börn og fullorðnir vinna saman í leik og starfi. Börn frá öllum deildum tengjast og er félagaval því fjölbreytt og starfsfólk tengis börnum ekki einungis frá sinni deild. Þetta fyrirkomulag hefur reynst vel og skapað börnunum aukna öryggiskennd og góður starfsandi og gott samstarf eflist meðal starfsfólks og við foreldra. Lögð er áhersla á félagsleg tengsl, börnin læri að taka tillit til annarra og áhersla er lögð á að skapa gótt félagslegt andrúmsloft fyrir leikinn. Hlúð er að tegslamyndun og byggt upp traust milli barnanna og einnig við hinn fullorðna. Gert er ráð fyrir að í leikskólanum dvelji börn á aldrinum 1-6 ára. Samtímis dvelja í leikskólanum 62 börn, flest eru í heilsdagsvistun eða 8-9 stundir. MARKMIÐ RAUÐABORGAR Við vinnum að því að skapa börnunum öruggt umhverfi þar sem þau fá tækifæri til að öðlast aukið sjálfstæði, sýna tillitssemi, frumkvæði og öðlast þannig jákvæða sjálfsmynd. Við viljum virða og virkja sjálfsprottinn leik barnanna Við viljum styðja börnin í ákvarðanatöku Við viljum hvetja börnin til að fylgja sínu eftir Við viljum hvetja börnin til góðrar umgengni Við viljum hvetja börnin til sjálfsaga Við viljum hvetja börnin til sjálfshjálpar Við viljum hjálpa börnunum til að öðlast skilning á þörfum og tilfinningum annarra (Heimild: http://www.raudaborg.is/)
Afhending skjalasafns: Ásta Birna Stefánsdóttir afhenti Borgarskjalasafni Reykjavíkur skjalasafn Rauðaborgar 3. júlí 2018. Innihald: Fundargerðir, bréf, foreldraviðtöl, eintaklingsnámskrár, skýrslur, Hljóm-2, dvalarsamningar, viðveruskrár, ráðningarsamningar, dagbækur, söngbækur, leikskólastarf o.fl. Tímabil: 1992-2017 Magn: 25 öskjur |
Skjalaskrá |
Höfundar | |
---|---|
Nafn | Leikskólinn Rauðaborg |
Flokkun | |
---|---|
Flokkur | Opinber skjöl |
Útgáfuár | 2018 |
Útgefandi | Borgarskjalasafn Reykjavíkur |
Leitarorð | menntamál, leikskólar, skóla- og frístundasvið, nemendur, kennarar, Seláshverfi, Árbær. |