Ljósmyndasafn Reykjavíkur

Nánari upplýsingar
Nafn Ljósmyndasafn Reykjavíkur
Númer H6400
Lýsing

Ljósmyndasafnið hf. var stofnað árið 1981 af fólki sem hafði áhyggjur af stöðu ljósmyndarinnar hér á landi. Stofnendur voru Eyjólfur Halldórsson, Ívar Gissurarson, Kristján Pétur Guðnason, Leifur Þorsteinsson, Ólafur Haukur Símonarson og Sigrún Valbergsdóttir.

Ljósmyndasafnið hf. hætti rekstri 1. júní 1987. Reykjavíkurborg eignaðist safnið og fékk það nafnið Ljósmyndasafn Reykjavíkur. Safnstjóri var Eyjólfur Halldórsson til ársins 1997, Sigurjón B. Hafsteinsson frá 1997-2000 og núverandi safnstjóri erMaría Karen Sigurðardóttir (2010).

Hlutverk Ljósmyndasafns Reykjavíkur er að varðveita ljósmyndir, glerplötur, filmur og skyggnur með þeim hætti að borgarbúar og gestir þeirra hafi sem bestan aðgang að ljósmyndun í eigu safnsins. Safninu er ætlað að byggja upp og varðveita safn íslenskra ljósmynda sem varpa ljósi á sögu greinarinnar, skrá það, varðveita og sýna. Leiðarljós Ljósmyndasafns Reykjavíkur er að safnið eflist sem ljósmyndasafn í alþjóðlegu samhengi og veki áhuga sem flestra á menningarlegu hlutverki ljósmyndarinnar.

Á safninu er starfrækt myndvinnsla sem annast vinnslu á myndum fyrir safnið og viðskiptavini. Safnið veitir almenningi, fyrirtækjum og stofnunum Reykjavíkurborgar ráðgjöf og þjónustu á sviði ljósmyndunar. (Heimild: Heimasíða Ljósmyndasafns Reykjavíkur. Sótt 15. apríl 2010 af http://ljosmyndasafnreykjavikur.is/starfssemi.html)

Skráin inniheldur gögn frá ljósmyndasöfnunum frá 1981 til 1997 og sýningarskrár til 2004.

Skjalaskrá
Ná í viðhengi
Höfundar
Nafn Ljósmyndasafn Reykjavíkur
Flokkun
Flokkur Opinber skjöl
Útgáfuár 2010
Útgefandi Borgarskjalasafn Reykjavíkur
Leitarorð menningarmál, söfn, ljósmyndir, miðlun.