Meindýravarnir Reykjavíkurborgar
Nánari upplýsingar |
Nafn |
Meindýravarnir Reykjavíkurborgar |
Númer |
J6000 |
Lýsing |
Hlutverk meindýravarna borgarinnar er að halda meindýrum í lágmarki með eyðingu meindýra, upplýsingagjöf og fyrirbyggjandi starfsemi. Meindýravarnir sjá jafnframt um að framfylgja samþykkt um kattahald í Reykjavík. Meindýravarnirnar tilheyrðu áður Hreinsunardeild gatnamálastjóra.
Opnun Reykjavíkurhafnar á öðrum áratug aldarinnar gerði að verkum að skæð rottuplága herjaði á bæinn. Faraldurinn var það skæður að bæjaryfirvöld sáu sér þann kostinn vænstan að verja töluverðu fé til að úthýsa hinum illa vágesti. þessi mikla plága leiddi til þess að sérstakt embætti meindýraeyðis var sett á stofn á stríðsárunum, Þrátt fyrir þær aðgerðir var rottunni ekki svo auðveldlega eytt og var tilvist hennar í Reykjavík mikið vandamál fram eftir 20. öldinni. Eitt helsta hlutverk meindýraeyðis í dag er að eitra fyrir rottum í holræsakerfum borgarinnar og eru við það venjulegast fjórir starfsmenn sem sinna því eingöngu, en á sumrin er þeim fjölgað upp í sex. Á undanförnum árum hefur mjög góður árangur náðst í baráttunni, enda rottugangur mjög hverfandi. Meindýraeyðir sér þá jafnframt um skipulega eyðingu á vargfugli, músum refum og minkum í borgarlandinu. |
Skjalaskrá |
|
Höfundar |
Nafn |
Meindýravarnir Reykjavíkurborgar |
Flokkun |
Flokkur |
Opinber skjöl |
Útgáfuár |
2013 |
Útgefandi |
Borgarskjalasafn Reykjavíkur |
Leitarorð |
Skipulag og framkvæmdir, meindýr, meindýravarnir, hreinsunardeild gatnamálastjóra |