Sýningarkassi 4

Kvenhattasaumur

Skjöl úr einkaskjalasafni Ísafoldar Jónsdóttur (f. 5. nóvember 1902 - d. 20. september 1995) og Líneyjar Sigurjónsdóttur (f. 7. maí 1928 - d. 2. janúar 2017) (E-1/194)

 

Meistarabréf Ísafoldar Jónsdóttur í kvenhattagerð gefið út árið 1937. Ísafold lærði hattasaum og fateikningu í Kaupmannahöfn 1930-1931. Hún fékk sveinsbréf í iðninni 21. nóvember 1934 og var ein af sex fyrstu konum á Íslandi til þess að taka sveinspróf í iðninni.

Ísafold rak sína eigina hattaverslun og saumastofu um árabil. Hér má sjá auglýsingu úr Samtíðinni árið 1944. 

 

 

Líney Sigurjónsdóttir tók sveinspróf í kvenhattaiðn 21. september 1950. Hún kynnti sér tískustrauma í Bandaríkjunum með tískuteikninganámskeiði og hattaiðn. Árið 1966 sótti hún um meistarréttindi í kvenhattaiðn sem Ísafold Jónsdóttir veitti meðmæli. 

Kjólasaumur

 

Meistarabréf Þuríðar Guðrúnar Eyleifsdóttur frá Árbæ (f. 16. apríl 1893 - d. 15. júlí 1959). Hún starfaði við kjólasaum alla sína tíð og kenndi einnig léreftasaum og baldýringu. Úr einkaskjalasafni Jóns Böðvarssonar (E-458).

Samþykki umsóknar Ástu Margrétar Guðlaugsdóttur (f. 12. júlí 1916 - d. 22. ágúst 1983), dóttur Þuríðar Guðrúnar, vegna umsóknar hennar á meistararéttindum í kjólasaum til Lögreglusjórans í Reykjavík. Úr einkaskjalasafni Jóns Böðvarssonar (E-458).

Ásta Margrét átti og rak um árabil Kjólabúðina á Bergþórugötu 2. Auglýsing Kjólabúðarinnar á forsíðu Heimilispóstsins í janúar 1950.