5 ára afmæli Félags héraðsskjalavarða á Íslandi

Félag héraðsskjalavarða á Íslandi heldur í dag upp á 5 ára afmæli sitt en félagið var stofnað þann 29. mars árið 2009. 

Stofnfélagar voru allir 20 héraðsskjalaverðir landsins. Félagið opnaði þann nokkrum dögum eftir stofnun vefinn www.heradsskjalasafn.is og er að þar finna fræðslu, fróðleik og fréttir um skjalamál. Sífellt meira efni er á vefnum og hefur hann verið í örri þróun.

Markmið Félags héraðsskjalavarða er að vera virkur samstarfsvettvangur héraðsskjalavarða til að styrkja héraðsskjalasöfnin, hag þeirra, faglegt frumkvæði, starfsemi og verkefni sem snúa að skjalavörslu í sveitarfélögum á Íslandi.

Markmiðum félagsins skal reynt að ná m.a. með ýmiskonar fræðslu- og kynningarstarfsemi svo sem fundum, námskeiðum, fyrirlestrum, málþingum og útgáfu og samstarfi við einstaklinga, stofnanir og samtök er koma með einum eða öðrum hætti að skjalavörslu.

Sex manna stjórn er í félaginu, n.k. framkvæmdastjórn sem kosin er á aðalfundum en engin formaður er í félaginu eða formleg embætti. Þá eru engin félagsgjöld og reynt að halda öllum kostnaði við starfið í lágmarki. 

Félagið hefur verið virkt frá upphafi; beitt sér fyrir átaki í söfnun einkaskjalasafna, haldið sameiginlegar kynningar, þrisvar verið með stórar ráðstefnur fyrir starfsmenn héraðsskjalasafna, verið með fyrirlestra, námskeið og fræðsludagskrár fyrir héraðsskjalaverði, starfsmenn héraðsskjalasafna og fleiri aðila hjá sveitarfélögunum og svo mætti lengi telja. Stofnaður hefur verið Samráðshópur um rafræna varðveislu og er honun m.a. að afla upplýsinga og fræðslu um kosti og galla langtímavarðveislu rafrænna gagna. Stjórnarfundir og félagsfundir eru fyrst og fremst haldnir símleiðis en námskeið og fræðslu hefur verið í gegnum fjarfundarbúnað, til að minnka ferðakostnað þátttakenda. 

Hér fyrir neðan verður tæpt á nokkrum af þeim verkefnum sem Félag héraðsskjalavarða hefur staðið fyrir:

Stofnfundur var haldinn með símafundi þann 29. mars árið 2009. Allir 20 héraðsskjalaverðir landsins ákváðu að gerast stofnfélagar.

Í apríl 2009 fór vefur Félags héraðsskjala í loftið www.heradsskjalasafn.is.

Hinn 15. apríl 2009 hófst sameiginlegt átak Kvenfélagasambands Íslands og Félags héraðskjalavarða á Íslandi um söfnun og varðveislu skjalasafna kvenfélaga á landinu og annarra félaga kvenna.  Hvatt var til þess að félögin afhendi þau skjöl sín sem ekki eru lengur í daglegri notkun til næsta héraðskjalasafns. Markmiðið með átakinu er að heimildir um kvenfélögin og þá margþættu starfsemi varðveitist á öruggum stað og verði aðgengileg áhugasömum um ókomin ár. Hér má sjá frétt um árangur átaks Kvenfélagasambandsins og Félags héraðsskjalavarða.

3. febrúar 2010 hófst sameiginlegt átak Biskups Íslands og Félags héraðsskjalavarða um söfnun skjala sóknarnefnda.Hér má sjá ljósmyndir frá viðburði þar sem Biskup Íslands, hr. Karl Sigurbjörnsson hleypti átakinu formlega af stokkunum. 

15. nóvember 2010 héldu héraðsskjalasöfnin sameiginlegt opið hús á Norrænum skjaladegi í Grófarhússi, Tryggvagötu í Reykjavík. Hér má sjá ljósmyndir frá því.

--- Frétt í vinnslu ---