Ákvörðun Borgarskjalasafns um aðgang kærð

Úrskurðarnefnd um upplýsinganefnd er starfrækt á grundvelli V. kafla upplýsingalaga nr. 140/2012 til að leysa úr ágreiningsmálum um aðgang almennings að upplýsingum hjá stjórnvöldum.

Nefndin er sjálfstæð og óháð stjórnsýslunefnd sem skipað er til hliðar við hið almenna stjórnkerfi ríkis og sveitarfélaga. ... Úrskurðir nefndarinnar eru endanlegir og verður ekki skotið annað innan stjórnsýslunnar. Þeir hafa því jafnframt fordæmisgildi fyrir önnur stjórnvöld og stuðla þannig aðauknu samræmi í framkvæmd upplýsingalaganna.

Nú hefur nefndin kveðið upp tvo úrskurði í kærumálum, þar sem kærð var ákvörðun Borgarskjalasafns um að synja um aðgang að gögnum. Í báðum tilvikum var synjun safnsins staðfest.

A kærði ákvörðun Borgarskjalasafns þar sem synjað var um aðgang að gögnum í vörslu safnsins. Úrskurðarnefnd um upplýsingamál komst að þeirri niðurstöðu að þau gögn sem kæranda var synjað um aðgang að hefðu að geyma upplýsingar um einkamálefni annarra í skilningi 2. mgr. 30. gr. laga nr. 77/2014 og 3. mgr. 14. gr. upplýsingalaga nr. 140/2012 og staðfesti hina kærðu ákvörðun.

http://ursk.forsaetisraduneyti.is/…/589-2015-urskurdur-fra-…

A kærði ákvörðun Borgarskjalasafns þar sem synjað var um aðgang að gögnum í vörslu safnsins. Úrskurðarnefnd um upplýsingamál komst að þeirri niðurstöðu að þau gögn sem kæranda var synjað um aðgang að hefðu að geyma upplýsingar um einkamálefni annarra í skilningi 2. mgr. 30. gr. laga nr. 77/2014 og 3. mgr. 14. gr. upplýsingalaga nr. 140/2012 og staðfesti hina kærðu ákvörðun.

http://ursk.forsaetisraduneyti.is/…/590-2015-urskurdur-fra-…