Bókaskrá Erlendar í Unuhúsi

Hér á myndinni má m.a. sjá Erlend Guðmundsdóttur og systurnar Steinuni og Áslaugu Árnadætur, en Stei…
Hér á myndinni má m.a. sjá Erlend Guðmundsdóttur og systurnar Steinuni og Áslaugu Árnadætur, en Steinunn er móðir Stefáns Benediktssonar sem afhenti Borgarskjalasafni bókaskrána. Mynd fengin af Visir.is.

Eftir andlát Erlendar Guðmundssonar í Unuhúsi árið 1947 var unnin bókaskrá um bækur í eigu hans. Erlendur arfleiddi Áslaugu Árnadóttur að skjölum sínum og færði hún Landsbókasafni þau árið 1967. Bókaskrá Erlendar komst í vörslu Stefáns Benediktssonar en hún var unnin af Benedikt föður Stefáns. Stefán færði Borgarskjalasafni bókaskrá Erlends þann 5. nóvember 2018.

Það er augljóst að Erlendur var ástríðufullur bókasafnari en bækurnar sem fylltu safn hans hafa fyrir löngu tvístrast. Það er þó áhugavert að rannsaka hvaða bækur voru til í safni Erlendar því hann var náinn mörgum helstu rithöfundum Reykjavíkur á fyrri hluta 20. aldar.

Bókaskráin telur 1.001 blöð en mismunur er á fjölda bóka á hverri síðu. Skráin er unnin af talsverðri nákvæmni en er handskrifuð og því er ekki unnt að leita innan hennar. Skráin fylgir að nokkru leyti stafrófsröð en þó eru hnökrar á því. Til að viðhalda upprunareglu var ákveðið að skrá safnið eins og það barst Borgarskjalasafni. Þar sem efnið er áhugavert var ákveðið að birta safnið í heild sinni á vefsíðu Borgarskjalasafns og má nálgast það hér.