Borgarskjalasafn kynnir sýninguna Menning byrjar í æsku

Í tilefni Menningarnætur 2023 kynnir Borgarskjalasafn sýninguna Menning byrjar í æsku. Á sýningunni má sjá skjöl, ljósmyndir og muni sem tengjast menningu barna. Efnið á sýningunni kemur að mestu úr skjalasöfnum grunn- og leikskólum Reykjavíkurborgar sem varðveitt eru á Borgarskjalasafni. Þar má finna ýmislegt sem tengist mikilvægu menningarstarfi sem fram fer í leik- og grunnskólum borgarinnar. Má þar nefna ritverk, listastarf og félagslíf. Sýningin er á 3. og 4. hæð á Tryggvagötu 15 – Grófarhúsinu í stigagangi.