Borgarskjalasafn leitar eftir skjölum tengdum dansi og hreyfingu

Í tengslum við Vetrarhátíð hefur Borgarskjalasafn áhuga á að fá til varðveislu skjöl tengd dansi og hreyfingu.

Þar gæti verið um að ræða skjöl dansskóla, ballettskóla, danskennara, fimleikafélaga, dansara, danshópa og svo mætti lengi tengja.

Hægt er að koma skjölunum á safnið alla virka daga milli kl. 10 og 16 eða á Safnanótt föstudag 7. febrúar milli kl. 19:59 og 23:59. Nánari upplýsingar í síma 411 6060 eða með pósti á netfangið borgarskjalasafn@reykjavik.is

Skjöl geta verið til dæmis fundargerðabækur, sendibréf, ljósmyndir, veggspjöld (plaköt), aðgöngumiðar, danslýsingar o.s.frv.

Þá hefur Borgarskjalasafn almennt áhuga á að fá skjalasöfn félagasamtaka og einstaklinga á öllum aldri til varðveislu og er þar til dæmis um að ræða sendibréf, dagbækur, vinnubækur og ljósmyndir.