Borgarskjalasafn með opið hús á menningarnótt

Fjölbreytt dagskrá verður að vanda í Borgarskjalasafn á menningarnótt laugardaginn 22. ágúst 2015.

Safnið verður með opið hús kl. 13.00 til 18.00 að þessu sinni.

Sýning er um konur á árunum 1910-1920, einföld getraun og börnum boðið upp á að föndra og lita. Starfsmenn verða á staðnum og svara spurningum um Borgarskjalasafn og starfsemi þess. Árný Árnadóttir söngkona heldur tónleika kl. 16.30 ásamt undirleikara.

Allir velkomnir!

Sjá nánari upplýsingar á Facebook síðu safnsins þegar nær dregum og þar munu sömuleiðis birtast ljósmyndir frá menningarnótt.