Dagskrá Borgarskjalasafns á Safnanótt 2019 - föstudagskvöldið 8. febrúar

Borgarskjalasafn Reykjavíkur verður með fjölbreytta dagskrá á safnanótt föstudagskvöldið 8. febrúar og verður safnið opið kl. 18.00 til 23.00. Dagskráin verður á 3ju hæð í Grófarhúsi, Tryggvagötu 15. Allir eru velkomnir og er aðgangur ókeypis.

Öllum kjarkmiklum krökkum er boðið að taka þátt í Háskaleikunum á Safnanótt í Grófinni og hitta illyrmi og óhræsi í dimmum afkimum hússins. Ægileg drauga- og hryllingshús er þar að finna og þeir sem þora þurfa að glíma við erfiðar gátur og raunir til að rata aftur út í mannheima. „Dalur dauðans“ liggur í gegnum Borgarskjalasafn, fyrir þá sem þora!

Þema dagsins er Strætisvagnar Reykjavíkur og saga þeirra í skjölum og ljósmyndum. Boðið verður upp á myndgreinasýningu úr safni Strætó.

Félagsmiðstöðin Ársel er frístundamiðstöð Árbæjar, Grafarholts og Norðlingarholts. Á safnanótt gefst einstakt tækifæri til að skyggnast í starfsemi félagsmiðstöðvarinnar í gegnum skjöl hennar.

Boðið verður upp á grímugerð fyrir alla aldurshópa og mun Kristín Arngrímsdóttir myndlistarmaður leiðbeina. Allt efni og fræðsla er ókeypis.

Kvikmyndin „Það er leikur að læra“ frá 1948 verður sýnd þar sem einstakt tækifæri gefst til að sjá daglegt skólahald í Miðbæjarskólanum í Reykjavík á miðri síðustu öld.

Þá verður á safninu boðið upp á fjölbreytta tónleika þar sem fram koma Strætókórinn, Svavar Knútur og Gipsy tríó (GHGT).

Dagskránna í heild sinni má finna á www.safnanott.is, og www.vetrarhatid.is

Gestir eru líka hvattir til að skoða Facebook síðu Borgarskjalasafns en þar munu birtast ljósmyndir frá hátíðinni og undirbúningi hennar,

sjá www.facebook.com/Borgarskjalasafn/ 

Dagskrá Borgarskjalasafns á Safnanótt 2019.