Dagskrá fyrir alla á Borgarskjalasafni á safnanótt 11. feb.

Föstudaginn 11. febrúar 2011 verður Safnanótt í Reykjavík. Þá kynna söfn í Reykjavík og nágrenni starfsemi sína um leið og þau bjóða upp á fjölbreytta dagskrá þar sem allir eiga að finna eitthvað við sitt hæfi. Borgarskjalasafn Reykjavíkur verður með opið hús kl. 19.00 til 23.59 í húsakynnum sínum í Grófarhúsi, Tryggvagötu 15, 3. hæð. Sýning á skjölum um Tónabæ, spilaðar vínilplötur úr plötuskrá Tónabæjar, dans, þjóðbúningar, barnahorn þar sem kynntir verða gamlir leikir,  og tónlistarflutningur og lifandi bækur fræða og sitja fyrir svörum í næði á lestrarsal. 

Kl. 19.00-23.59

Opið hús

Opið hús á Borgarskjalasafni Reykjavíkur, Grófarhúsi, Tryggvagötu 15, 3. hæð. Sýning á skjölum um Tónabæ, spilaðar vínilplötur úr plötuskrá Tónabæjar, dans, þjóðbúningar, barnahorn þar sem kynntir verða gamlir leikir, þjóðlegur fróðleikur og tónlistarflutningur.

Kl. 19.00-21.00

Börnin leika sér

Í barnahorninuverða ýmis leikföng, svo sem leggir og skeljar, sem minna á gamla tímann og hvernig börnin léku sér þá. Hægt er að taka ljósrit afSauðavöluleiknum, Að stökkva yfir sauðarlegg og Að reisa horgemling með sér heim. Einnig verða leikföng í barnahorninu og hægt að teikna og lita skemmtilegar myndir.

Kl. 19.00-23.59

Brjáluð æska: Líf og fjör í Tónabæ

Þorri íslenskra ungmenna hefur sótt Tónabæ og fylgst með og tekið þátt í að móta íslenska menningu unga fólksins hverju sinni. Sýnd verða skjöl frá Tónabæ um hljómsveitir, tónleika, skrílslæti og prúðmennsku arftaka þjóðarinnar. Einnig plötuskrá Tónabæjar.

19.00-20.00

Manstu eftir Tónabæ?

Spiluð verður tónlist af skemmtilegustu vínilplötunum úr plötuskrá Tónabæjar sjöunda og áttunda áratugarins. Tilvalið að sýna yngri kynslóðinni hvað plötuspilari og vínilplata er og alvöru tónlist! Plötusnúður: Þráinn Óskarsson

19.00-23.59

Brúðuleikhúsið

Sýning á spjöldum um Brúðuleikhúsið sem var stofnað árið 1968 á 1. hæð Grófarhúss á vegum Borgarskjalasafns. Þar eru einnig sýningarkassar með skuggaleikhússbrúðum.

19.00-21.00

Lifandi bækur gegn fordómum

Lifandi bókasafn starfar nákvæmlega eins og venjulegt bókasafn - lesendur koma að fá "lánaða" bók í takmarkaðan tíma. Það er aðeins einn munur á: bækurnar í Lifandi bókasafni eru fólk og bækurnar og lesendurnir eiga persónuleg samsipti. Bækurnar í Lifandi bókasafni eru fulltrúar hópa sem oft mæta fordómum og eru flokkaðir í sérstaka hópa, oft fórnarlömb misréttis og félagslegrar útilokunar. Í lifandi bókasafni geta bækurnar ekki aðeins talað, heldur einnig svarað spurningum lesandans og þar að auki geta bækurnar jafnvel spurt spurninga og sjálfar fræðst. Hægt er að setjast niður með bókunum og fræðast og ræða saman yfir kaffibolla eða te.

19.30

Í jöklanna skjóli

Sýning á myndbrotum um horfna lífs- og atvinnuhætti í Skaftafellssýslum. Myndirnar eru heimild um líf og störf fólks sem ólst upp við aldaranda og atvinnuhætti, sem nú eru löngu aflagðir. Kvikmyndasjóður Skaftfellinga lét gera myndirnar á árunum 1952 – 1958, en þá var enn á lífi fólk sem kunni til verka þeirra er myndirnar sýna.  

20.00

Snarpur

Sýning frá Listdansskóla Hafnarfjarðar. Fjórir til sex dansarar sýna tvo dansa, annar er kröftugur og litríkur og hinn ljóðrænn og tæknilegur.

20.30

Snarpur

Sýning frá Listdansskóla Hafnarfjarðar. Fjórir til sex dansarar sýna tvo dansa, annar er kröftugur og litríkur og hinn ljóðrænn og tæknilegur.

20.30

Héraðsskjalasöfn landsins

Svipmyndir frá 20 héraðsskjalasöfnum landsins. Sýning á tjaldi.

21.00-21.40

Íslenski þjóðbúningurinn

Heimilisiðnaðarfélag Íslands kynnir þjóðbúninga. Nokkrir félagsmenn munu mæta í sínum búningum, og hægt verður að spyrja félagsmenn spjörunum úr, og kynnast hverjum búning fyrir sig. Íslenskir þjóðbúningar eru: Faldbúningur, peysuföt, upphlutur, skautbúningur og kirtill.

21.30

Í jöklanna skjóli.

Sýning á myndbrotum um horfna lífs- og atvinnuhætti í Skaftafellssýslum. Myndirnar eru heimild um líf og störf fólks sem ólst upp við aldaranda og atvinnuhætti, sem nú eru löngu aflagðir. Kvikmyndasjóður Skaftfellinga lét gera myndirnar á árunum 1952 – 1958, en þá var enn á lífi fólk sem kunni til verka þeirra er myndirnar sýna.  

21.45 – 22.30

Jazzsveitin Skver

Hluti af jazzsveitinni Skver leika frumsamin lög af nýútkominni plötu Skver í bland við þekkta jazz standarda.

22.30

Héraðsskjalasöfn landsins

Svipmyndir frá 20 héraðsskjalasöfnum landsins. Sýning á tjaldi.

Kl. 23.00 – 24.00

Manstu eftir Tónabæ?

Spiluð verður tónlist af skemmtilegustu vínilplötunum úr plötuskrá Tónabæjar sjöunda og áttunda áratugarins. Tilvalið að sýna yngri kynslóðinni hvað plötuspilari og vínilplata er og alvöru tónlist! Plötusnúður: Þráinn Óskarsson

Aðgangur er ókeypis og öllum heimill.

_______________________

Laugardaginn 12. febrúar kl. 13-16 verður sameiginleg dagskrá safnanna í Grófarhúsi; þ.e. Borgarbókasafns, Ljósmyndasafns og Borgarskjalasafns. Þar verður kennt að búa til brúður og setja upp eigið skuggaleikhús.  Leiðbeinendur eru Bryndís Gunnarsdóttir og Kristín Arngrímsdóttir.

Sýning á spjöldum um Brúðuleikhúsið sem var stofnað árið 1968 er á 1. hæð Grófarhúss á vegum Borgarskjalasafns. Þar eru einnig sýningarkassar með skuggaleikhússbrúðum sem Brúðuleikhúsið notaði.  Sýningin stendur til og með 20. febrúar nk og er komin á opnunartíma Grófarhúss. Allir velkomnir og aðgangur ókeypis.

Mynd af leikbrúðu sem notuð var hjá Brúðuleikhúsinu