Dagskrá Safnanætur föstudaginn 8. febrúar

Húsið opnað kl. 19:00

19.30, 20.30, 21.30, 22.30  Breiðavík – mynd um vistheimilið Breiðavík gerð 1963 og er höfundar hennar Ásgeir Long, kvikmyndagerðarmaður.

19.00-01.00  Sýning á skjölum tengdum vistheimilinu Breiðavík.

19.00-01.00 Sýning um húsin að Laugavegi 4 og 6.

Fyrirlestrar:

20.00Heilsufarslegir ávinningar kynlífs. Jóna Ingibjörg Jónsdóttir, hjúkrunar- og kynfræðingur: Fjallað um jákvæð áhrif kynlífs á andlega og líkamlega heilsu og bættum lífslíkum.

21.00Um Rauðarárholt – þorp í landi Reykjavíkur. Ómar Ragnarsson, fréttamaður: Hverfið – húsin – fólkið – framtíðin.

22.00Táknmál líkamans. Arna Björk Gunnarsdóttir, leiðbeinandi hjá Junior Chamber International: Fjallað um hvernig lesa megi viðhorf og hugsanir annarra og áhorfendur vaktir til umhugsunar um eigið táknmál og líkamstjáningu.

23.00Íslenskur raðmorðingi og útsendarar Evrópubandalagsins. Ólafur Ásgeirsson, þjóðskjalavörður og sagnfræðingur.

24.00BlazRoca – Erpur slammar og rappar. BlazRoca er Erpur Eyvindsson, tónlistarmaður og skáld slammar og rappar í lok Safnanætur.