Deildu með okkur minningum þínum frá Austurvelli

Í tilefni af Menningarnótt 2008 óskar Borgarskjalasafn eftir að fá sendar minningar eða minningabrot frá Austurvelli í dag eða áður fyrr. Einnig getur fólk sent inn lýsingar á sýn sinni á Austurvelli í dag eða í framtíðinni.

Sem dæmi mætti nefna lýsingu á góðvirðisdegi á Austurvelli, þátttöku í 17. júní hátíðahöldum, mótmælaaðgerðum eða lýsingu á öðrum minningum frá viðkomu á Austurvelli.

Ekki er nauðsynlegt að merkja frásagnirnar. Borgarskjalasafn áskilur sér rétt til að birta þær á vefsíðu safnsins.

Frásagnirnar sendist til Borgarskjalasafns, Tryggvagötu 15 eða á netfangið borgarskjalasafn@reykjavik.is.

Einnig er hægt að setjast niður á lesstofu safnsins í rólegheitum á Menningarnótt kl. 16-21 og skrifa þar frásögn.